Ítölsk peru- og möndlukaka

möndluterta terta með möndlum peruterta Ítölsk peru- og möndlukaka terta kaka möndlumjöl möndlur perur ítalía
Ítölsk peru- og möndlukaka

Ítölsk peru- og möndlukaka

Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan ennþá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi.

ÍTALÍAPERURMÖNDLUTERTUR

.

Ítölsk peru- og möndlukaka

125 g mjúkt smjör

125 g sykur

2 stór egg

50 g hveiti (1/2 bolli)

100 g möndlumjöl (1 bolli)

½ tsk lyftiduft

1/3 tsk salt

2 perur, flysjaðar og skornar í helming og svo í sneiðar

50 g möndluflögur

Flórsykur til skrauts

Ofn í 188°C. Smyrjið 20 cm form og setjið bökunarpappír í botn. Þeytið egg og smjör létt og ljóst. Þeytið eggin saman við, eitt í einu. Hrærið hveiti, möndlumjöl, lyftiduft og salt varlega saman við. Setjið í formið og raðið perum ofan á. Bakið í 25 mín. Dreifið möndluflögum yfir og bakið áfram í 8-10 mín. Kælið, rennið hnífi í kring, fjarlægið formhringinn og pappírinn varlega. Sigtið flórsykur yfir áður en borið er fram.

ÍTALÍAPERURMÖNDLUTERTUR

— ÍTÖLSK PERU- OG MÖNDLUTERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna. Það er því miður algengt, að eitt af aðaleinkennum eldhússtúlkunnar er óhreinar hendur og kolkrímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol og mó og tað, fást við sótuga potta og fleira, en engu að síður er þessi óþrifnaður óhafandi, þó í eldhúsi sé, og jafnvel miklu síður þar. Eldhússtúlkunum er venjulega vorkunn, þó þær séu sóðalegar, því opt er heimtað af þeim óhæfum og ólærðum heilmikið starf, sem heimtar vandlega tilsögn og æfingu.