Sesamostastangir

Þóra Fríða Sesamostastangir Signý sæmundsdóttir ostakex Kata finnboga Katrín Finnbogadóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir sæmundsdóttir pálínuboð kex með sesam hrökkkex
Sesamostastangir

Sesamostastangir

Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið. Margir frysta ostaafganga, það er kjörið að rífa þá niður og nota í ostastangirnar.

HRÖKKKEXSESAMFRÆSIGNÝ SÆMPÁLÍNUBOÐÞÓRA FRÍÐA

.

Hluti veitinganna í afmælinu

Sesamostastangir

250 g sterkur ostur, t.d. Gouda ostur

75 g sesamfræ

100 g mjúkt smjör

175 g hveiti

1 tsk salt

Rífið ostinn á rifjárni. Þurristið sesamfræin á heitri pönnu eða í ofni í nokkrar mín. Blandið öllu saman (þarf ekki að kæla fræin eftir ristun). Fletjið út og skerið niður með kleinujárni. Bakið í ca 12 mín við 200°C

.

Katrín Finnbogadóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir

.

HRÖKKKEXSESAMFRÆSIGNÝ SÆMPÁLÍNUBOÐÞÓRA FRÍÐA

— SESAMSTANGIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.