Sesamostastangir
Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið. Margir frysta ostaafganga, það er kjörið að rífa þá niður og nota í ostastangirnar.
— HRÖKKKEX — SESAMFRÆ — SIGNÝ SÆM – PÁLÍNUBOÐ — ÞÓRA FRÍÐA —
.
Sesamostastangir
250 g sterkur ostur, t.d. Gouda ostur
75 g sesamfræ
100 g mjúkt smjör
175 g hveiti
1 tsk salt
Rífið ostinn á rifjárni. Þurristið sesamfræin á heitri pönnu eða í ofni í nokkrar mín. Blandið öllu saman (þarf ekki að kæla fræin eftir ristun). Fletjið út og skerið niður með kleinujárni. Bakið í ca 12 mín við 200°C
.
.
— HRÖKKKEX — SESAMFRÆ — SIGNÝ SÆM – PÁLÍNUBOÐ — ÞÓRA FRÍÐA —
.