Auglýsing

Út í bláinn í Perlunni. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði. Þetta kostar 3.300.- vegan útgáfan og 3.700.- hin útgáfan.

Auglýsing

Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin milli 9 og 11(á sama tíma er happy hour). Þegar við fórum á Út í bláinn var bylur úti og útsýnið ekkert. Staðurinn var yfirfullur af fólki, aðallega veðurbörðum ferðamönnum, og þjónustufólkið hljóp um með diska og annað.

Túnfisksalat og hummus kom fyrst með brakandi stökku súrdeigsbrauði með vegan útgáfunni, en einnig túnfisksalat með hinni.

Í „venjulegu“ útgáfunni var:

Hrikalega gott hrært skyr með granola og hindberjatesírópi.

Sjúklega góður reyktur lax með sólkjarnabrauði. Því miður fæst laxinn ekki í verslunum en hann mun vera reyktur hjá Hnýfli á Akureyri

Kaffilegin grísasíða með portobello sveppum. Já kaffilegin grísasíða hljómar kannski undarlega en smakkast undurvel.

Beikon og hrærð egg

 

 

 

 

 

 

 

Lummur og hlynsíróp. Það þarf að minna fólk á að lummur og pönnukökur eru ekki það saman. Þjónninn kom með lummustaflann á borðið og kynnti sem pönnukökur.

 

Með uppáhelltu heimilislega góðu kaffi fengum við súkkulaði-brownie, pekanhráköku og Pavlovu

Það má vel mæla með vegan útgáfunni, hún er óvenjulegri, en afskaplega góð:

Ákaflega bragðgóður chia grautur með granola.

Tómatar, belgbaunir og svartaugnabaunir.

Blómkál með vegan majonesi og paprikusósu (vegan).

Blandaðir niðurskornir ávextir voru svo með báðum útgáfum.

 

 

 

 

Samantekt: Mjög góður, vel útilátinn og fjölbreyttur matur. Litfagur og fallega fram borinn. Þjónustan gæti verið betri (en þó verður að hafa í huga að staðurinn var yfirfullur). Nokkur smáatriði sem auðveldlega má laga eins og að þurrka tauma af kaffikönnunni áður en hún er borin á borðið og hafa mjólkina út í kaffið í mjólkurkönnu en ekki í vatnsglasi mundi strax bæta.

 

 

Texti Albert Eiríksson

Myndir Bragi Bergþórsson