Ólafur hrossakjötsæta hin mesta
Ólafur Matthíasson f.1792 bjá á Barká frá 1823-1846, annars staðar bjó hann ekki. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Laugalandi, yfirsetukona. Ólafur var fátækur alla ævi og sóði. Fór mjög milli bæja, en vann lítið. Var hann síkátur og þótti sums staðar til skemmtunar. Hann var mesta hrossaketsæta sveitarinnar og var fyrirlitinn af mörgum þess vegna. Fékk hann á hverju ári eitthvað af afsláttarhrossum og stundum mörg. Eitt haustið voru þau níu. Þá þraut hann ílát undir ketið, en dó ekki ráðalaus yfir því, en gerði sér hægt um hönd og risti upp grundartorfu, hringaði hana og reisti á rönd á eldhúsgólfinu og saltaði þar í afganginn af ketinu. En ekki fer nokkrum sögum af því hversu munntamt það var.
Ólafur varð gamall og lenti síðast á hreppnum
Skamman spöl út frá mótum Barkár og Hafrár er bærinn Barká. Það var talin tæplega meðaljörð að landkostum, víðlendi er þar nokkurt, því að norðurkjálki Hafrárdals liggur þar undir. Á Barká bjuggu oft fátækir menn, þó að líka væru þar bjargálna bændur öðru hvoru.
– Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna. Eiður Guðmundsson, Þúfnavöllum
.
— HÖRGÁRDALUR — HROSSAKJÖT — KJÖT — ÞÚFNAVELLIR —
.