Auglýsing
Baby Ruth. Uppskriftin hefur fylgt Guðrúnu og fjölskyldu baby ruth cake recipe hennar í um fjörtíu ár guðrún bjarnadóttir hespuhúsið hespa.is selfoss salthnetur
Baby Ruth. Uppskriftin hefur fylgt Guðrúnu og fjölskyldu hennar í um fjörtíu ár

Baby Ruth tertan

Fyrir einum fimmtán árum varð ég samferða tveirmur stúlkum í bíl frá Egilsstöðum til Akureyrar. Þær voru að kynna Landbúnaðarháskólann og ég Listaháskólann fyrir framhaldsskólanemendum. Afar vel fór á með okkur á þessari fallegu leið. Önnur kvennanna er Guðrún Bjarnadóttir sem er með Hespuhúsið við Selfoss.

GUÐRÚN BJARNADÓTTIRSALTHNETURHESPUHÚSIР— SELFOSSFERÐAST UM ÍSLANDEGILSSTAÐIRAKUREYRIBABY RUTH

.

BABY RUTH

3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
2 1/2 dl salthnetur
25 Ritzkex

Þeytið eggjahvítur og sykur. Myljið saman salthentur og kex með því að setja í plastpoka og berja með glasi inni í pokann… Blandið öllu varlega saman.

Setjið í smurt hringlaga bökunarform. Bakið í 20 mínútur á 175°C

KREM

3 eggjarauður
60 g flórsykur (1 dl)
50 g smjör
100 g suðusúkkulaði

Þeytið eggjarauður og flórsykur, bræðið smjörið og súkkulaðið í vatnsbaði (eða örbylgjuofni) og hrærið saman. Kakan þarf helst að standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram. Kakan geymist vel í kæli í nokkra daga og verður jafnvel betri.
Berist fram með rjóma

Baby Ruth tertan góða

.

GUÐRÚN BJARNADÓTTIRSALTHNETURHESPUHÚSIР— SELFOSSFERÐAST UM ÍSLANDEGILSSTAÐIRAKUREYRI

— BABY RUTH TERTAN —

.

Auglýsing