High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið – það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn – því get ég lofað ykkur. Þegar Marentza var að kynna sér High Tea fór hún til London, dvaldi þar í tíu daga og fór alla daga í te-veislu. Stundum tvisvar á dag.
Það er ekki alveg sama hvernig við berum okkur að í enskum síðdegisboðum, hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa bak við eyrað.
— MARENTZA — AFTERNOON TEA — KAFFIHÚS — ENGLAND —
—
— HIGHT TEA HJÁ MARENTZU Á KJARVALSSTÖÐUM —
—