High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum kjarvalsstaðir kaffihús
Í High Tea með Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum

Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið – það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn – því get ég lofað ykkur. Þegar Marentza var að kynna sér High Tea fór hún til London, dvaldi þar í tíu daga og fór alla daga í te-veislu. Stundum tvisvar á dag.

Það er ekki alveg sama hvernig við berum okkur að í enskum síðdegisboðum, hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa bak við eyrað.

MARENTZAAFTERNOON TEAKAFFIHÚSENGLAND

.

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum
High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

— HIGHT TEA HJÁ MARENTZU Á KJARVALSSTÖÐUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrstu tveir mánuðirnir með Elísabetu næringarfræðingi – myndband

Tveimur mánuðum eftir að ég fór á fyrsta fundinn með Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðingi hefur margt gerst og margt verið prófað. Fyrsta skrefið var að fara yfir matarsöguna í grófum dráttum frá barnæsku, matartengt hegðunarmynstur og halda matardagbók. Síðan brettum við upp ermar; ostur var tekinn úr, cayennepipars,-sítrónu,- og ólífuolíudrykkur daglega, kolvetni minnkuð og seinna fóru þau alveg út. Allt þetta er mjög hressandi og vel þess virði að prófa. Myndbandið er samantekt eftir fyrstu tvo mánuðina.

Kínóa með rauðrófum

Kínóa

Kínóa með rauðrófum. Það er ágætt að eiga alltaf nokkur avókadó á borði eða í ísskápnum, þau þroskast á mislöngum tíma. Avókadó er kjörið í bústið, í salöt eða sem biti milli mála. Rauðrófur, avókadó og kínóa - þetta þrennt er bráðhollt, já og svo er þetta glúteinlaust.