Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar Kaffiboð, Svanhvít Valgeirs, Kökukræsingar Örnu, Arna Einarsdóttir

Bleikt síðdegiskaffiboð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

ARNA GUÐLAUG

.

Albert eldar, kökukræsingar Örnu, Arna  Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar arna guðlaug unaðslegt

Kampavínsbollakökur
Kampavínsbollakökur

Kampavínsbollakökur

1 2/3 bollar hveiti
1 bolli sykur
¼ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
¾ bolli smjör (við stofuhita)
3 eggjahvítur
1 tsk vanilludropar
½ bolli sýrður rjómi
½ bolli + 2 msk kampavín
Bleikir matarlitur (má sleppa en ég setti hann)

Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál, því næst er eggjahvítunum, vanillunni, sýrða rjómanum og kampavíninu blandað saman við á miðlungshraða.

Skiptið deiginu niður í 12-14 form (eða hálft formið)

Bakið við 180°(160° í blástursofni) í 18-20 mínútur

Kampavínskrem

½ bolli smjör
½ bolli Crisco (shortening)*
4 bollar flórsykur
4-5 msk kampavín
Bleikur matarlitur (má sleppa)

Blandið smjöri og Crisco vel saman þar til áferðin er mjúk og slétt.

Bætið tveimur bollum af flórsykri saman við smjörblönduna og blandið vel saman

Því næst er kampavíninu bætt við og hrært vel saman

Að lokum fara seinni tveir bollarnir af flórsykri saman við og blandað vel saman eða þar til kremið hefur fengið fallega silkiáferð

Kreminu er svo sprautað á bollakökurnar eftir að þær hafa kólnað.

*Er mikið í smjörkrem, aðallega til að losna við þetta mikla smjör bragð

Albert eldar, Albert Eiriksson, Arna Einarsdóttir, kökukræsingar Örnu
Albert og Arna Guðlaug

.

FLEIRI GESTABLOGGARARARNA GUÐLAUG

— BLEIKT SÍÐDEGISKAFFIBOÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.