Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur beta Reynis elísabet

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og í kjölfarið fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. T.d. í hádeginu á vinnustöðum. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur Skyrgerðin Helena Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

Myndirnar í Skyrgerðinni tók Helena Stefánsdóttir ljósmyndari

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Berunes í BerufirðiPersónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni. Á Berunesi borðuðum við bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” - fullt hús.