Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun sandra Eyjólfur

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun Heilsu og útliti í Hlíðarsmára

Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Sandra tók á móti okkur með brosi á vör og fór fyrst með okkur í sogæðameðferð. Við byrjuðum á hálftíma í hitaklefa og síðan vorum við nuddaðir með olíu og grófu sjávarsalti á meðan við lágum á heitum nuddbekknum. Eftir það fór hún með okkur í annað herbergi, þar lögðumst við á bekk og fengum á okkur súrefnishjálm og fengum sogæðanudd klæddir í sérstakar þrýstingsbuxurÞar sofnaði ég og dreymdi Michael Jackson…nei grín en hann mun hafa sofið í einhvers konar súrefnisbúri (segir sagan).

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson

Tannhvíttun. Eiginmaður Söndru, Eyjólfur Kristjánsson söngvari, tók svo við okkur. Hann er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann lærði að hvítta tennur með sérstakri aðferð. Við lögðumst á bekkinn hjá Eyfa og hann frískaði upp á tennur okkar.

Með mikilli ánægju deili ég því hér að þetta var algjörlega ógleymanlegt, mjög þægilegt og endurnærandi.

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Heilsa og útlit, Sandra Lárusdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Eyfi,

Ísland í dag fjallaði um tannhvíttunina

SaveSave

SaveSaveSaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrdeig frá grunni

SúrdeigSúrdeigsbrauð

Súrdeigsbakstur er ævaforn matreiðsluaðferð og mætti flokkast undir „slow food“. Við fyrstu sýn virðist þetta allflókið, en ef farið er eftir leiðbeiningunum lið fyrir lið, ætti það að reynast léttur leikur. Og umfram allt skemmtilegur!

Til að byrja með þarf að útbúa grunnsúr. Það er tiltölulega auðvelt og gaman, en tekur u.þ.b. 5-7 daga. Ef maður getur ekki beðið, er hægt að kaupa grunnsúr t.d. í Grímsbæ.

 

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.