Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar Kaffiboð, Svanhvít Valgeirs, Kökukræsingar Örnu, Arna Einarsdóttir

Bleikt síðdegiskaffiboð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

ARNA GUÐLAUG

.

Albert eldar, kökukræsingar Örnu, Arna  Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar arna guðlaug unaðslegt

Kampavínsbollakökur
Kampavínsbollakökur

Kampavínsbollakökur

1 2/3 bollar hveiti
1 bolli sykur
¼ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
¾ bolli smjör (við stofuhita)
3 eggjahvítur
1 tsk vanilludropar
½ bolli sýrður rjómi
½ bolli + 2 msk kampavín
Bleikir matarlitur (má sleppa en ég setti hann)

Öllum þurrefnunum er blandað saman í skál, því næst er eggjahvítunum, vanillunni, sýrða rjómanum og kampavíninu blandað saman við á miðlungshraða.

Skiptið deiginu niður í 12-14 form (eða hálft formið)

Bakið við 180°(160° í blástursofni) í 18-20 mínútur

Kampavínskrem

½ bolli smjör
½ bolli Crisco (shortening)*
4 bollar flórsykur
4-5 msk kampavín
Bleikur matarlitur (má sleppa)

Blandið smjöri og Crisco vel saman þar til áferðin er mjúk og slétt.

Bætið tveimur bollum af flórsykri saman við smjörblönduna og blandið vel saman

Því næst er kampavíninu bætt við og hrært vel saman

Að lokum fara seinni tveir bollarnir af flórsykri saman við og blandað vel saman eða þar til kremið hefur fengið fallega silkiáferð

Kreminu er svo sprautað á bollakökurnar eftir að þær hafa kólnað.

*Er mikið í smjörkrem, aðallega til að losna við þetta mikla smjör bragð

Albert eldar, Albert Eiriksson, Arna Einarsdóttir, kökukræsingar Örnu
Albert og Arna Guðlaug

.

FLEIRI GESTABLOGGARARARNA GUÐLAUG

— BLEIKT SÍÐDEGISKAFFIBOÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaréttur með beikoni og timian

Eplaréttur með beikoni og timjan

Eplaréttur með beikoni og timian. Alltaf gaman að prófa nýja rétti, eitthvað nýtt og óvænt. Samsetningin kom mér þægilega á óvart, bæði smakkaði ég eplaréttinn einan og sér og einnig sem meðlæti með eggjaköku. Hvort tveggja mjög gott.

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum. Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.

Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Matarjólaglaðningur. Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „allt eiga"? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla. Hér má sjá nokkur dæmi