Brunch á VOX – Highly recommended

Brunch á VOX Uppáhalds „brunchinn“ okkar er á VOX á Nordica. Þangað höfum við farið af og til í gegnum tíðina og alltaf verið ánægðir. Maturinn er á gríðarstóru hlaðborði með næstum því óteljandi tegundum – allt fallega framsett. Fyrst er farið í forréttina, þá í heita aðalrétti sem matreiðslumennirnir skera niður og loks í eftirréttina. Myndirnar tala eiginlega sínu máli og segja allt sem segja þarf.

Á sunnudaginn var grillaður nautabógur með rauðvínssósu og lambalæri með Bernaisesósu í aðalrétt. Einnig var hægt að fá djúpsteiktan fisk en því miður gleymdi ég að smakka hann. VOX-fólk mætti hugsa meira um veganista, sem fjölgar óðum, og bjóða upp á hnetusteik með aðalréttunum. Þá væri þetta fullkomið. Að vísu sé ég á Tripadvisor að veganistar eru mjög ánægðir með brunchinn.

Ekkert fór fram hjá vökulum augum þjónanna sem sáu vel um gestina. Við vorum rétt búin af diskunum þegar þjónarnir komu til að taka diskana.

Fjölbreytt útval – næstum því óteljandi tegundir á hlaðborðinu, bæði aðal- og eftirréttir

Samantekt. Fagmennska fram í fingurgóma, mjög góð þjónusta. Fallega framborinn gæðamatur á gríðarstóru og fjölbreyttu hlaðborði.  Highly recommended.

 

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson @ gmail . com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.