Grafinn lax og graflaxsósa

Grafinn lax og graflaxsósa. Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir þura
Grafinn lax og graflaxsósa hjá Þuríði Sigurðardóttur

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Grafinn lax og graflaxsósa Þuríðar Sigurðar

Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir bauð til veislu og var þá meðal annars með þennan grafna lax sem var hreinasta ljúfmeti.

ÞURÍÐUR SIGURÐAR LAXSÓSUR

GRAFINN LAX

1 miðlungs laxaflak, beinhreinsað
100 g gróft salt (þetta gamla)
100 g púðursykur
2 msk þurrkað dill
Hvítur pipar og svartur pipar
Fínu salti stráð yfir í lokin
Leggið flakið á álpappír. Blandið saman í skál grófu salti og sykri og nuddið blöndunni vel yfir flakið. Blandið kryddum saman og stráð jafnt yfir. Pakkið flakinu vel og þétt inn í álpappírinn.
Látið standa í kæli og snúið á 12 tíma fresti í tvö – þrjá sólarhringa.

GRAFLAXSSÓSA

150 ml mayones
100 ml sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali
Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.

.

ÞURÍÐUR SIGURÐAR LAXSÓSUR

— GRAFINN LAX OG GRAFLAXSÓSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave