Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Lífsgæði og hamingja - Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL?
Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Aðgangseyrir kr. 2000.-
Hótel Hérað – Egilsstöðum, fimmtudaginn 12. apríl kl.20. Þið megið gjarnan aðstoða okkur og láta fólk vita af fyrirlestrinum í kvöld

Lífsgæði og hamingja

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Matarjólaglaðningur. Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „allt eiga"? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla. Hér má sjá nokkur dæmi