Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Lífsgæði og hamingja - Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL?
Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Aðgangseyrir kr. 2000.-
Hótel Hérað – Egilsstöðum, fimmtudaginn 12. apríl kl.20. Þið megið gjarnan aðstoða okkur og láta fólk vita af fyrirlestrinum í kvöld

Lífsgæði og hamingja

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!

Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað - Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn.Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Sümac á Laugavegi 28 – suddalega góður

Veitingastaðurinn Sümac á Laugavegi 28 einn af þessum demöntum okkar, sem er undir áfhrifum frá dásamlegri matargerð Marokkó og Líbíu. Þetta er kærkomin viðbót í miðbænum. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu, sem gefur af sér ber, en þau eru þurrkuð og mikið notuð í þessum löndum. Eldhúsið er opið úr salnum og grillilmurinn er svo lokkandi!