Matur sem má borða með fingrunum

Matur sem má borða með fingrunum borðsiðir, ÆTIÞISTLAR ÆTIÞISTILL kurteisi etiquette hvað má hvað má ekki mannasiðir
Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin.

Matur sem má borða með fingrunum. 

Hver kannast ekki við að vera í veislu eða á veitingastað og langa til að nota guðsgafflana í staðinn fyrir hnífapörin? Það er ýmislegt sem við megum nota puttana við og er jafnvel æskilegra að nota þá en hnífapörin. Það er ákveðin stemning því samfara að nota fingurna. Það getur verið æskilegt að gestgjafi láti vita þegar hann býður heim hvað hann ætli að hafa svo fólk geti gert ráðstafanir eða komi ekki af fjöllum. Við viljum síður mæta í okkar fínasta og dýrasta dressi og eiga von á því að eitthvað slettist á okkur. Ef boðið er upp á mat sem gestir kunna ekki að „eiga við” þá er ágætt að hafa örstutta sýnikennslu. Munið bara að hafa vel af servíettum eða blauttuskum.

ÆTIÞISTLARASPASBEIKONOSTURFRANSKARKJÚKLINGURPITSARÆKJURSUSHI

.

Greinin birtist í Morgunblaðinu

Hvenær er eiginlega í lagi að nota puttana?

ÆtiþistlarStundum eru ætiþislar hafðir í forrétt. Þá er best að halda um endann(stilkinn) og taka eitt og eitt blað af og dýfa því í sósuna sem er borin með og síðan í munninn. Svona eins og þegar við dýfum snakki í ídýfu.

Aspas. Fátt er betra en ferskur aspas, vinsælast er að bera hann fram með Hollandaisesósu. Ólíkt því sem margir halda er í fínu lagi að halda á aspasinum með fingrunum – en auðvitað má líka nota hnífapörin. Þá er haldið um þykkari endann og aspasinum dýft í sósuna.

Ávextir. Heilir ferskir ávextir eru gjarnan snæddir með því að halda á þeim með fingrunum. Einnig eru tannstönglar stundum ef ávextirnir eru bornir fram niðurskornir. Ef búið er að sjóða, steikja eða baka ávextina er þægilegra að nota viðeigandi áhöld.

Beikon. Ef á disknum er borið fram stökkt beikon í heilum sneiðum eða minni bitum og okkur langar til að grípa það með puttunum þá er það hið besta mál. Ef beikonið er hins vegar farið að linast upp er snyrtilegra að nota hnífapörin.

Ostur. Í ákveðnum tilfellum borðum við ostinn með höndunum. Það getur verið ágætt að skera sér flís, setja á diskinn sinn og þaðan má borða hann með höndunum. Eða þá ef búið er að skera niður í sneiðar og ekki eru tannstönglar.

Franskar kartöflur. Kannski eru franskar kartöflur dæmigerðasta fæðan sem við borðum með höndunum án þess að hugsa mikið um það. Ágætt er að hafa í huga að ef við deilum sósunni með öðrum þá bítum við ekki kartöflu og dýfum síðan í sósuna. Tökum þá frekar aðeins af sósunni á okkar disk og dýfum í hana.

Fingrafæði. Það er eins og nafnið bendir til ætlast til að borða það með fingrunum. Oftast eru þetta litlir munnbitar bornir fram á bakka. Á hlaðborði er kjörið að taka sér servéttu í hönd eða fyrirdisk og raða á hann bitunum og fara síðan frá borðinu og leyfa öðrum að komast að.

Kjúklingur. Einhvern tíman var sagt að í lagi væri að halda um fuglabein og naga af þeim svo fuglinn flygi ekki í burt frá okkur. Í útilegu höldum við um kjúklingaleggina og nögum af öllum lífs og sálarkröftum. Þetta gerum við helst ekki á veitingahúsum en í góðu lagi í heimahúsum

Maískólfar. Það er nú varla hægt að eiga við maískólfa nema nota hendurna. Stundum er pinnum eða öðru stungið í sinn hvorn endann og síðan nagað af. Hvort sem það er gert eða maísinn skorinn af þá verður að notast við puttana. Maís á það til að festast milli tannanna og því eru allir þakklátir að vita af tannstönglum einhversstaðar nálægt.

Pitsa

Pitsa. Sumu fólki finnst óviðeigandi að nota hnífapör til að borða pitsu þegar búið er að skera hana í passlega stórar sneiðar.  Ef fólk hangir í sjónvarpssófanum og borðar pitsuna þar er besta mál að nota bara guðsgafflana. Hins vegar ef lagt er fallega á borð og pitsan borin á borðið heil, þá notum við hnífapörin.

Rækjur. Ópillaðaðar rækjur er dæmigerður stemningsmatur. Það er þá sem við setjum servíettuna í hálsmálið og notum puttana. Allir við borðið nota puttana og henda skelinni í þar til gerða skál á borðinu. Gott  er að byra á því að brjóta skelina milli þumalfingurs og vísifingurs og taka hana af en skilja halann eftir. Halda um halann og dýfa í sósuna sem er með. Það er gott að hafa gaffal og jafnvel hníf líka svona ef fólk þarf eða vill.

Sushi. Hver hefur ekki lent í vandræðum með prjónana þegar kemur að sushiinu? Það getur verið snúið að ná tökum á þeim en æfingin skapar meistarann. Þangað til getum við bjargað okkur með hnífapörum eða fingrunum.

Það getur verið snúið að ná upp sushibitum með prjónum

.

ÆTIÞISTLARASPASBEIKONOSTURFRANSKARKJÚKLINGURPITSARÆKJURSUSHI

— MATUR SEM MÁ BORÐA MEÐ FINGRUNUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.