Lífsgæði og hamingja – Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Lífsgæði og hamingja - Fyrirlestur á Hótel Héraði í kvöld kl 20

Við Elísabet Reynisdóttir verðum á Hótel Héraði með fyrirlestur kl 20 í kvöld, fimmtudag.

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL?
Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Aðgangseyrir kr. 2000.-
Hótel Hérað – Egilsstöðum, fimmtudaginn 12. apríl kl.20. Þið megið gjarnan aðstoða okkur og láta fólk vita af fyrirlestrinum í kvöld

Lífsgæði og hamingja

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.