Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur Hönnugott Bergþór pálsson Hanna Rún karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur
Hönnugott – karamellusúkkulaði, salthnetur og döðlur – Hressilegur glaðningur

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hanna Rún og Bergþór hafa heldur betur slegið í gegn í þáttunum Allir geta dansað – ég er ekki frá því að ég sé að rifna úr stolti. Held það séu komin ár ef ekki áratugir síðan fjölskyldur þessa lands hafa safnast saman til að horfa saman á eins og á Allir geta dansað. Þessir þættir eru gleðisprengja sem enginn ætti að missa af. Á sunnudaginn er næstsíðasti þátturinn. Hanna Rún hannaði þetta nammi og stingur upp í Bergþór fyrir góða frammistöðu og svo hann haldi ekki áfram að grennast og hafi næga orku í fjörugan dans sunnudagsins.

.

HANNA RÚNSALTHNETURPEKANHNETURBERGÞÓRÝMISLEGT

.

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

200 g Rjómasúkkulaði með karamellkurli og sjávarsalti

1 1/3 b saxaðar salthnetur

1 1/3 b saxaðar döðlur

1 b saxaðar pekanhnetur

smá chili

fersk bláber og piparduft (t.d. Dracula Pulver) til skrauts.

Bræðið súkkulaðið í skál í vatnsbaði. Saxið salthnetur, döðlur og pekanhnetur frekar gróft og setjið saman við súkkulaðið ásamt chili. Blandið vel saman. Mótið litlar kökur með skeið. Setjið bláber yfir helminginn og piparduft fyrir restina. Kælið.

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur
Bergþór og Hanna Rún
Hanna Rún og Bergþór
Bergþór og Hanna Rún í Allir geta dansað
Hönnugott
Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

.

HANNA RÚNSALTHNETURPEKANHNETURBERGÞÓRÝMISLEGT

HÖNNUGOTT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Hefur matur áhrif á exem?

exem

Matur og exem. Eftir að við tókum mataræði okkar í gegn og fundum á eigin skinni hversu mikil áhrif matur hefur þá jókst áhuginn til muna. Hér á blogginu eru fjölmargar reynslusögur undir Matur læknar. 

Í fræðslumyndbandi um exem er rætt við nokkur ungmenni með exem og barnalækni. Það er ekki að heyra hjá henni að matur skipti neinu sérstöku máli til að halda exemeinkennum niðri. Hún talar aðallega um rakakrem og að sterar séu fyrsta val.

Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.