Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum fyrirlestur kvenfélagskonur Kvenflag Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps
Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!

Dásamlega góð Pipp ostakaka
Helga kom með með Pipp ostaköku af heimasíðu MS

Dásamlega góð Pipp ostakaka

Botn:

250 g hafrasúkkulaðikex

150 g smjör

Ostafylling:

2 stk egg

150 g flórsykur

400 g rjómaostur

3 dl rjómi

200 g Pippsúkkulaði

4 blöð matar

Botn:
Myljið niður hafrasúkkulaðikexið, bræðið smjörið, hrærið vel saman. Þrýstið í botninnn á 22-24 cm springformi.

Ostafylling:
Byrjið á að þeyta 2 ½ dl rjóma og setjið til hliðar. Þar næst þeytið egg og sykur vel saman, bætið í rjómaostinum og hrærið vel saman. Bætið loks í þeyttum rjóma. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Bræðið Pippsúkkulaði og ½ dl af rjómanum. Kreistið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið í pippblöndunni. Blandið örlítið af rjómaostablöndunni saman við súkkulaðið og hellið svo restinni af ostablöndunni saman við. Hrærið vel saman. Setjið í springformið og kælið vel.

Hin eina sanna Hjónabandssæla

Berglind kom með uppskrift að þessari dásamlegu hjónabandssælu sem hún er bùin að þróa í gegnum tíđina. „Hana má gera á marga vegu og hún er aldrei eins hjá mèr þegar èg baka hana því èg leik mèr ađ því ađ breyta til. Stundum vil eg hafa hana ađeins “hollari” og stundum ekki. Njótið.” Kveđja frá Berglindi

Hin eina sanna Hjónabandssæla

200 g haframjöl

200 g hveiti (venjulegt/spelt)

200 g púðursykur/hrá

sykur

1 tsk natron

* Blandađ saman ì skál

1 (hamingjusamt) egg 😊

225 g lint/hart smjör/lLjóma

Blandið þurrefnunum saman og bætið eggi og smjöri út í. Hrærið í hrærivél þangađ til deigiđ er orđiđ vel blandađ og þètt.

Veljiđ svo fallegt form og þrýstiđ deiginu ofan í. Smekksatriði ađ hafa kant allan hringinn. Geymið smá deig til ađ dreifa yfir á eftir.

150 g Rabarbarasulta (best sù heimagerða) smurð yfir botninn. Ég hef alltaf allvel af henni. Dreifið svo afganginum af deiginu yfir sultuna.
Bakið við 175°C í 45 mín.
Verði ykkur ađ góđu

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum rjómaterta

Sigríður Gísladóttir, hvítársíða Páll Bergþórsson Stella

Tendapabbi kom með okkur og hitti sveitunga sinn úr Hvítársíðunni. Sigríði Gísladóttur, Stellu. Þau eru bæði eldhress, annað á níræðisaldri og hitt á tíræðisaldri. Páll setti inn á fasbókarsíðu sína:

Þessa konu sá ég síðast fyrir 76 árum, Sigríði Gísladóttur. Þá var hún 11 ára og hafði búið á næsta bæ, en var að flytja suður og varð seinna 10 barna móðir. Amma hennar hélt ótrúlega mikið upp á mig, og á afmæli hennar löngu áður fékk ég pabba til að senda henni vísu:

Þú ert, gamla Guðný mín,
góð við litla drengi.
Óska ég að ellin þín
endist vel og lengi.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.