Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur Hönnugott Bergþór pálsson Hanna Rún karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur
Hönnugott – karamellusúkkulaði, salthnetur og döðlur – Hressilegur glaðningur

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hanna Rún og Bergþór hafa heldur betur slegið í gegn í þáttunum Allir geta dansað – ég er ekki frá því að ég sé að rifna úr stolti. Held það séu komin ár ef ekki áratugir síðan fjölskyldur þessa lands hafa safnast saman til að horfa saman á eins og á Allir geta dansað. Þessir þættir eru gleðisprengja sem enginn ætti að missa af. Á sunnudaginn er næstsíðasti þátturinn. Hanna Rún hannaði þetta nammi og stingur upp í Bergþór fyrir góða frammistöðu og svo hann haldi ekki áfram að grennast og hafi næga orku í fjörugan dans sunnudagsins.

.

HANNA RÚNSALTHNETURPEKANHNETURBERGÞÓRÝMISLEGT

.

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

200 g Rjómasúkkulaði með karamellkurli og sjávarsalti

1 1/3 b saxaðar salthnetur

1 1/3 b saxaðar döðlur

1 b saxaðar pekanhnetur

smá chili

fersk bláber og piparduft (t.d. Dracula Pulver) til skrauts.

Bræðið súkkulaðið í skál í vatnsbaði. Saxið salthnetur, döðlur og pekanhnetur frekar gróft og setjið saman við súkkulaðið ásamt chili. Blandið vel saman. Mótið litlar kökur með skeið. Setjið bláber yfir helminginn og piparduft fyrir restina. Kælið.

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur
Bergþór og Hanna Rún
Hanna Rún og Bergþór
Bergþór og Hanna Rún í Allir geta dansað
Hönnugott
Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

.

HANNA RÚNSALTHNETURPEKANHNETURBERGÞÓRÝMISLEGT

HÖNNUGOTT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðað í Brussel – sælkeraferð til matarborgarinnar miklu

Borðað í Brussel - sælkeraferð til matarborgarinnar miklu 14. - 17. sept. 2017 

Við Svanhvít Valgeirsdóttir ætlum að snúa bökum saman, borða góðan mat og gera margt skemmtilegt í heimsborginni.

Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Sjá nánar á heimasíðu Mundo.is 

Harry prins og Meghan – konunglegt giftingarboð

Harry prins og Meghan - konunglegt giftingarboð. Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af mjög miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.