Tékklisti fyrir utanlandsferðir

 

Tékklisti fyrir utanlandsferðir Tékklisti, utanlandsferðir, ferðalag, elín pálmadóttir útlönd, ferðast einn
Bergþór og Albert í Lissabon

Tékklisti fyrir utanlandsferðir.

Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Áfangastaður, veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið.

Á listanum stendur meðal annars: vegabréfin, flugvélanesti(þar eru nokkrar hugmyndir), tóm flaska fyrir vatn, afþreying í vélinni (10 hugmyndir), sólgleraugu, hleðslutæki, evrur/peningar og húslyklar.

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Elín vinkona mín Pálmadóttir tók saman tékklista fyrir utanlandsferð sem hún og vinkonur hennar fóru í árið 1955*. Hann er mun ítarlegri en okkar list. Þetta tóku þær með sér:

Nælonnærföt, sex pör af nælonsokkum, nælonnáttkjóll. Dragt, frakki, 2 peysur, stutterma og langerma, nælonblússa, léreftskjóll, fínn sumarkjóll sem ekki krumpast og hægt er að þvo, og hattur sem má brjóta saman og nota bæði í kirkju og koktelboð. Sandalar, götuskór og háhælaðir skór, rúmgott veski og hanskar í lit, sem fer vel við allan annan klæðnað. Slæða, regnhlíf og höfuðklútur. Eyrnalokkar og hálsfesti. Handklæði, þvottapoki, krem, hárbursti, tannbursti, önnur snyrtitæki. Skyndiplástur, nál, tvinni, öryggisnælur, sápa, herðatré til að þurrka nælonblússuna á, skóáburður skóbursti og fatabursti. Sundbolur og strandföt. Létt strigataska, vegabréf, ferðatékkar og erlend smámynt fyrir strætisvagninn frá flugvellinum.

*listinn birtist í Morgunblaðinu

MATARBORGIRFERÐALÖG —  ELÍN PÁLMADÓTTIR

— TÉKKLISTI FYRIR UTANLANDSFERÐIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Möndlu- og ostaterta – ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu

Mondlu- og ostaterta

Möndlu- og ostaterta. Að vísu er enginn ostur í þessari ostatertu en áferðin á fyllingunni minnir á ostatertu. Alveg silkimjúk fylling og chiliið í súkkulaðinu gerir gæfumuninn. Það er ekki nokkur leið að hætta að borða þessa tertu.

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....