Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, kvenfélag, baileis Jarðarberja-og Baileysterta, Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni jarðarber, svampbotn, marengs, grundarfjörður, gleym mér ei Grundarfirði beilísterta beilís rjómalíkjör
Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðarberja-og Baileysterta

Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, sem nýgengin er í Kvenfélagið Gleym mér ei, kom sá og sigraði glæsilega.

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

.

Kvenfélagið gleym mér ei Grundarfirði grundarfjörður
Fundur hjá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði

Jarðaberja-og Baileysterta

Svampbotn

1 bolli sykur

3 egg

¾ bolli hveiti

¼ bolli kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

Stillið ofninn á 160°. Þeytið egg og sykur saman þannig að þau verði ljós og létt. Bætir síðan þurrefninu í skálina og hrærir varlega saman. Setjið degi í form og inn í ofn í u.þ.b korter. Kælið svampbotninn.

Marengs

170 gr sykur

3 eggjahvítur

Stillið ofninn á 140°. Stífþeytið eggjahvítunum saman við sykurinn. Setjið í formið og inn í ofn í u.þ.b klukkustund. Kælið marengsinn.
Að auki þarf:
Makkarónur
 og eina öskju jarðarber.

Setjið svampbotn á disk. Raðið makkarónum á botninn og hellið vel af baileys yfir. Þeytið 500 ml af rjóma. Geymið smá rjóma til hliðar. Skerið niður kassa af jarðarberjum niður í litla bita (gott að geyma nokkur ber til skreytinga) og blandið saman við rjómann. Dreifið rjómanum vel yfir makkarónurnar. Setjið marengsið ofan á rjómann og þrýstið varlega á marengsið svo að hún festist. Takið rjóman sem að þið lögðuð til hliðar og smyrjið hliðina vel. 

Skreytið með baileys súkkulaði og með berjum að eigin vali.

Baileys súkkulaði

3 msk baileys

2 msk rjómi

75 gr suðusúkkulaði

Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór
Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

— JARÐARBERJA- OG BAILEYSTERTA —

🍓 🍓

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi. Á Núpi í Berufirði búa rausnarbúi Vilborg frænka mín Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson, betur þekkt sem Bogga og Bói á Núpi. Á leið minni austur á dögunum hringdi ég í Boggu og spurði hvort hún ætti kaffi á könnunni. Já já, hún hélt það nú. Þegar þangað kom beið uppdúkað borð með heimabökuðu góðgæti eins og best gerist á íslenskum sveitaheimilum. Ó hvað er gaman að vera til #ogbjóðaséríkaffi

Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta

Roloterta Kötu. Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi - ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.