Auglýsing
Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, kvenfélag, baileis Jarðarberja-og Baileysterta, Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni jarðarber, svampbotn, marengs, grundarfjörður, gleym mér ei Grundarfirði beilísterta beilís rjómalíkjör
Jarðarberja-og Baileysterta – sú besta í tertusamkeppni

Jarðarberja-og Baileysterta

Við Bergþór hittum eldhressar kvenfélagskonur í Grundarfirði og fórum yfir nokkur gagnlega atriði um borðsiði, kurteisi og annað. Þær slógu upp kökusamkeppni og fengu okkur til að dæma. Af mörgum góðum tertum sem voru í boði stóð þessi uppúr. Ingibjörg Anna Ríkharðsdóttir, sem nýgengin er í Kvenfélagið Gleym mér ei, kom sá og sigraði glæsilega.

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

.

Kvenfélagið gleym mér ei Grundarfirði grundarfjörður
Fundur hjá Kvenfélaginu Gleym mér ei í Grundarfirði

Jarðaberja-og Baileysterta

Svampbotn

1 bolli sykur

3 egg

¾ bolli hveiti

¼ bolli kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

Stillið ofninn á 160°. Þeytið egg og sykur saman þannig að þau verði ljós og létt. Bætir síðan þurrefninu í skálina og hrærir varlega saman. Setjið degi í form og inn í ofn í u.þ.b korter. Kælið svampbotninn.

Marengs

170 gr sykur

3 eggjahvítur

Stillið ofninn á 140°. Stífþeytið eggjahvítunum saman við sykurinn. Setjið í formið og inn í ofn í u.þ.b klukkustund. Kælið marengsinn.
Að auki þarf:
Makkarónur
 og eina öskju jarðarber.

Setjið svampbotn á disk. Raðið makkarónum á botninn og hellið vel af baileys yfir. Þeytið 500 ml af rjóma. Geymið smá rjóma til hliðar. Skerið niður kassa af jarðarberjum niður í litla bita (gott að geyma nokkur ber til skreytinga) og blandið saman við rjómann. Dreifið rjómanum vel yfir makkarónurnar. Setjið marengsið ofan á rjómann og þrýstið varlega á marengsið svo að hún festist. Takið rjóman sem að þið lögðuð til hliðar og smyrjið hliðina vel. 

Skreytið með baileys súkkulaði og með berjum að eigin vali.

Baileys súkkulaði

3 msk baileys

2 msk rjómi

75 gr suðusúkkulaði

Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór
Albert, Ingibjörg Anna og Bergþór

GRUNDARFJÖRÐURKVENFÉLÖGTERTUR — BAILEYSJARÐARBER

— JARÐARBERJA- OG BAILEYSTERTA —

🍓 🍓

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Auglýsing