Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Bergþór, Jón, Ari Freyr, Ragnheiður og Albert
Bergþór, Jón, Ari Freyr, Ragnheiður og Albert

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

— BORÐSIÐIRGJAFABRÉFARI FREYRAPÓTEKIР–

— ARI FREYR ÚTSKRIFAÐUR MEÐ LÁÐI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum

Rauðrófusalat með eplum og kasjúhnetum. Ótrúlega litfagurt salat og hollt. Salatið getur bæði verið meðlæti og sér réttur. Það er einnig kjörið á hlaðborð. Auður Gunnarsdóttir kom með salatið í Pálínuboð starfsfólks Óperunnar sem leggur nú lokahönd á óperuna Mannsröddina. Þar fer Auður ásamt Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu með aðalhlutverkin. Elva Ósk útbjó fyrir sama tilefni Döðlunammi

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt

 

 

Matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn og salt. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggvinkona mín er höfundur þessarar glæsilegu matreiðslubókar sem vel má mæla með. Bók með nýjum einföldum og fljótlegum uppskriftum við allra hæfi. Hægt er að panta bókina hér

 

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt