Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti
Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa.

Nú er kominn nýr smart matseðill með girnilegum réttum á verði í lægri kantinum. Einnig má skoða Street food seðilinn, en þar eru ódýrir smærri réttir, en samt sem áður upplagt að deila, ef maður er ekki aðframkominn af hungri.

— ÍSLAND — VEITINGASTAÐIR —

.

Hádegismatseðillinn er aðgengilegur og ekki með leturstærð 9, svo að það má skilja gleraugun eftir heima!

Forréttir eru rjómalöguð fiskisúpa, kjötsúpa, blandað salat, laxatartar, nauta carpaccio, humar á brioche brauði og grillað eggaldin.

Í aðalrétt má velja þrjá fiskrétti (löngu, lax og saltfisk), bláskel, kjúklingabringu, kalkúnasalat, tvo lambakjötsrétti, auk borgara og fish and chips. Borgarinn getur verið lamba, nauta eða vegan. Einnig er perlubyggréttur vegan, eins og eggaldinrétturinn.

Við smökkuðum fiskisúpuna, sem var himnesk, með laxi, humar og skel.

 

Einnig fengum við okkur laxatartar (reykt) á rúgbrauði, með eggjarauðu og silungshrognum og avókadó mús. Ferskur og góður réttur.

 

Langan reyndist hárrétt elduð með fennel, sjávargrösum (bambus), sætkartöflumauki með smælki, humarsósu með örlitlum keim af vanillu, sem var öðruvísi og sumarlegt.

 

Lax með steinseljurótar- og piparrótarsósu og baunum, á Jerúsalem kúskús beði, er einstaklega seðjandi og fínn réttur.

 

Kjúklingabringa var mjúk sem silki með smágulrótum, maís, brokkólí og mildri trufflukartöflumús með sérlega bragðgóðri sveppasósu.

 

Í lokin fengum við okkur marsipantertu og bakaðar perur með pistasíu-ís og karamellusósu og ýmsu góðgæti, t.d. Ristuðu hvítu súkkulaði, ferskt og gott. Einnig klassískt crème brûlée og jarðarberja-sorbet með hvítu súkkulaði. Fallegt og gott.

 

Á efri hæðinni eru tveir salir, sá minni með stóru borði og hinn öllu stærri sem hentar vel fyrir standandi boð og ýmis einkasamkvæmi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berg og Þula á Dalvík

Berg og Þula IMG_4278

Þula, café - bistro. Á Dalvík er hið glæsilega Menningarhús Berg. Þar reka heiðurshjónin Gréta og Júlíus veitingastaðinn Berg. Júlli kallar ekki allt ömmu sína, ætli megi ekki segja að hann sé Dalvíkurkonungurinn (allavega prinsinn). Júlli kom Fiskideginum mikla á fót ásamt fleirum. Hann drífur hlutina áfram á jákvæðan hátt með sína góðu konu sér við hlið. Hef sagt það áður og segi enn að það ætti að vera a.m.k. einn Júlli Júll í hverjum bæ.

Klósettpappírinn er búinn!

Klósettpappírinn er búinn! Þegar líður að lokum klósettdvalar getur verið vandræðalegt að uppgötva að klósettpappírinn er búinn. Heimilismeðlimir setja nýja rúllu þegar sú síðasta klárast, en ef við erum gestir er sjálfsögð kurteisi að láta gestgjafa vitað að pappírinn sé búinn. Þetta á við um heimahús, kaffihús, veitingahús og fleiri slíka staði. Þessi litla en mikilvæga tilkynning þarf ekki að gerast með neinum tilþrifum og óþarfi að aðrir gestir heyri hana. Við látum líka vita ef eitthvað vantar eða er í ólagi á snyrtingunni. Sköpum ekki vandræðalegar stundir fyrir fólk sem kemur á eftir okkur á klósettið.