Perur með gráðaosti og pekanhnetum

bakaðar Perur með gráðosti og pekanhnetum gráðaostur pekan hunang síróp árdís hulda húsfreyjan ofnbakaðar perur
Perur með gráðosti og pekanhnetum – alveg sjúklega góð samsetning

Perur með gráðosti og pekanhnetum

Bakaðar perur er réttur sem kemur verulega á óvart, alveg sjúklega góð samsetning. Perurnar voru í boði ásamt fleiri góðum veitingum hjá Árdísi systir minni.

PERURGRÁÐAOSTURPEKANHNETURÁRDÍS HULDA

.

Perur með gráðosti og pekanhnetum

1 stk. vel þroskuð pera
Gráðaostur
Pekanhnetur
Hlynsýróp (Maplesýróp)

Skerið peruna í tvennt að endilöngu, takið kjarnann úr, setjið peruna í eldfast mót. Setjið mulinn gráðost og gróft saxaðar pekanhnetur í holuna þar sem kjarninn var. Setjið hlynsýróp yfir.
Hitið í ofni við 180°C í 20 mín.
Berið fram með góðu kexi.

 

Árdís við borðið með öllum glæsilegu veitingunum. Perurnar eru næst henni á borðinu.

PERURGRÁÐAOSTURPEKANHNETURÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mígreni hætti með breyttu mataræði

heilsuhusid

 

 

 

Mígreni hætti með breyttu mataræði. Á síðu Heilsuhússins er pistill Hönnu Guðmundsdóttur, þar segir hún frá því hvernig hún losaði sig við mígreniköst með breyttu mataræði.

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.