Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa.

Nú er kominn nýr smart matseðill með girnilegum réttum á verði í lægri kantinum. Einnig má skoða Street food seðilinn, en þar eru ódýrir smærri réttir, en samt sem áður upplagt að deila, ef maður er ekki aðframkominn af hungri.

Hádegismatseðillinn er aðgengilegur og ekki með leturstærð 9, svo að það má skilja gleraugun eftir heima!

Forréttir eru rjómalöguð fiskisúpa, kjötsúpa, blandað salat, laxatartar, nauta carpaccio, humar á brioche brauði og grillað eggaldin.

Í aðalrétt má velja þrjá fiskrétti (löngu, lax og saltfisk), bláskel, kjúklingabringu, kalkúnasalat, tvo lambakjötsrétti, auk borgara og fish and chips. Borgarinn getur verið lamba, nauta eða vegan. Einnig er perlubyggréttur vegan, eins og eggaldinrétturinn.

Við smökkuðum fiskisúpuna, sem var himnesk, með laxi, humar og skel.

Einnig fengum við okkur laxatartar (reykt) á rúgbrauði, með eggjarauðu og silungshrognum og avókadó mús. Ferskur og góður réttur.

Langan reyndist hárrétt elduð með fennel, sjávargrösum (bambus), sætkartöflumauki með smælki, humarsósu með örlitlum keim af vanillu, sem var öðruvísi og sumarlegt.

Lax með steinseljurótar- og piparrótarsósu og baunum, á Jerúsalem kúskús beði, er einstaklega seðjandi og fínn réttur.

Kjúklingabringa var mjúk sem silki með smágulrótum, maís, brokkólí og mildri trufflukartöflumús með sérlega bragðgóðri sveppasósu.

Í lokin fengum við okkur marsipantertu og bakaðar perur með pistasíu-ís og karamellusósu og ýmsu góðgæti, t.d. Ristuðu hvítu súkkulaði, ferskt og gott. Einnig klassískt crème brûlée og jarðarberja-sorbet með hvítu súkkulaði. Fallegt og gott.

Á efri hæðinni eru tveir salir, sá minni með stóru borði og hinn öllu stærri sem hentar vel fyrir standandi boð og ýmis einkasamkvæmi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.