
Skírnarkjúlli
Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.
— KJÚKLINGUR — SVEPPIR — SKÍRN —
.
Skírnarkjúlli
4 kjúklingabringur
1 msk paprikuduft
sveppir eftir þörfum
3 msk olía
90g parmasanostur
250g rjómaostur
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 peli rjómi
lófafylli af saxaðri basilíku.
Skerið bringurnar í tvennt, raðið í form og stráið paprikuduftinu á og látið bíða í ca 10 mín. Brúnið bitana á pönnu í um 3 mín á hvorri hlið og raðið í eldfast form.
Skerið sveppi í sneiðar og steikið í olíu á pönnu, bætið hvítlauk saman við. Setjið ostana í matvinnsluvél og maukið saman. Hellið rjómablandinu yfir kjúklinginn, þá sveppunum og loks basilíku. Bakið við 200°C í 25 mín.
Berið fram með hrísgrjónum og salati. Svo er líka gott að hafa snittubrauð.


.
— KJÚKLINGUR — SVEPPIR — SKÍRN —
.