Berunes í Berufirði – natni, metnaður og persónuleg þjónusta

Bergþór, Albert og Páll berunes djúpivogur berufjörður ólafur eggertsson anna ferðaþjónusta
Bergþór, Albert og Páll

Berunes í Berufirði

Persónuleg þjónusta og natni í einu og öllu er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna á Berunesi í Berufirði. Hjónin Ólafur og Anna hafa byggt upp starfsemina og staðið vaktina í á fimmta áratug. Ólafur er sannkallaður völundur og bera hús á Berunesi og allt umhverfi þeim hjónum fagurt vitni.

BERUFJÖRÐURFISKISÚPURRABARBARADRYKKURRABARBARAPÆHAFRAGRAUTURGERBOLLUR

.

Fiskisúpan góða

Við borðuðum bragðmikla og góða fiskisúpu sem innihélt nokkrar tegundir af fiski, hrogn og allskonar grænmeti. Með súpunni voru þrjár tegundir af heimabökuðum ljúffengum bollum, sem voru stökkar að utan og mjúkar að innan. Á borðinu við hliðina á okkur voru dönsk hjón alveg yfir sig ánægð með súpuna (eins og við) og gáfu henni „fimm kokkahúfur” – fullt hús. 

Gerbollur

Sigríður dóttir Önnu og Ólafs gekk um beina og spjallaði við gesti á ýmsum tungumálum af hlýleik og virðingu. Steinn stóð vaktina í eldhúsinu og aðstoðaði við að bera matinn á borðið. Ég reyndi að beita öllum brögðum til að fá uppskrift að súpunni góðu en það var tómt mál að tala um.

Ferskur og svalandi rabarbaradrykkur með örlitlu engiferbragði.
Hafragrautsbrauð. Við fengum að smakka brauð gert úr afgangshafragraut, þetta hljómar kannski ekkert sérstaklega vel en vá hvað það kom á óvart.
Nýbakað rabarbarapæ
Páll Bergþórsson og Ólafur Eggertsson fyrir framan kirkjuna, gamla húsið í baksýn. Ólafur sýndi okkur Bergþóri og tengdapabba staðinn, kirkjuna og jós úr viskubrunni sínum.
Páll á bæjarhlaðinu á Berunesi
Út um gluggann sést Djúpivogur hinu megin við fjörðinn
Í veitingasalnum á Berunesi

BERUFJÖRÐURFISKISÚPURRABARBARADRYKKURRABARBARAPÆHAFRAGRAUTURGERBOLLUR

— BERUNES Í BERUFIRÐI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.