Auglýsing
Skírnarkjúlli, fljótlegur, kjúkingaréttur Kristín Þorgrímsstaðir
Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli

Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.

KJÚKLINGURSVEPPIRSKÍRN

.

Skírnarkjúlli

4 kjúklingabringur
1 msk paprikuduft
sveppir eftir þörfum
3 msk olía
90g parmasanostur
250g rjómaostur
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 peli rjómi
lófafylli af saxaðri basilíku.

Skerið bringurnar í tvennt, raðið í form og stráið paprikuduftinu á og látið bíða í ca 10 mín. Brúnið bitana á pönnu í um 3 mín á hvorri hlið og raðið í eldfast form.

Skerið sveppi í sneiðar og steikið í olíu á pönnu, bætið hvítlauk saman við. Setjið ostana í matvinnsluvél og maukið saman. Hellið rjómablandinu yfir kjúklinginn, þá sveppunum og loks basilíku. Bakið við 200°C í 25 mín.

Berið fram með hrísgrjónum og salati. Svo er líka gott að hafa snittubrauð.

Skírnarkjúlli
Skírnarkjúlli
Skírnarkjúlli
Kjúklingabringur

.

KJÚKLINGURSVEPPIRSKÍRN

— SKÍRNARKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing