Konfektterta

Konfektterta, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Fáskrúðsfjörður Félag austfirskra kvenna, Blað Franskra daga, franskir dagar, Fáskrúðsfjörður
Konfektterta Sigurbjargar Bjarnadóttur

Konfektterta

Á meðan ég ritstýrði blaði Franskra daga fékk ég oft saumaklúbba til að vera með uppskriftir í blaðinu. Einu sinni voru þar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna. Sigurbjörg frænka mín Bjarnadóttir bakaði Konfekttertu og kom með. Alveg stórfín terta sem ber nafn með rentu.

KONFEKTTERTUR — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKVENFÉLÖG

.

Konfektterta

3 egg
1 bolli sykur
3⁄4 bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
75 g kókosmjöl (rúmlega bolli)
100 g brytjað dökkt súkkulaði.

Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og súkkulaði saman við. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið í um 20-25 mín. við 180°C .

1⁄4 l rjómi – Þeytið rjómann, setjið á milli botnanna.

150-200 g marsipan. Rúllið út marsipani og setjið yfir tertuna.

Hjúpur:

140 g súkkulaði
1 dl óþeyttur rjómi.

Setjið í pott og bræðið á lágum hita – hrærið reglulega í.

Hellið yfir tertuna

Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir.Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir , Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.
Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.

Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna.

Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.

Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir.

Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir , Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir.

Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.

Konfektterta
Konfektterta

.

KONFEKTTERTUR — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKVENFÉLÖG –

— KONFEKTTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur. Í hinni stórfínu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fæst heill lífrænt ræktaður hvítlaukur (reyndar er allt grænmetið þar lífrænt ræktað). Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í.

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave