Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti hvernig er hægt að menn karlar börn krakkar
Steikt grænmeti á pönnu

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti

Ágæt kona sagði mér af því þegar hún var að elda mat ofan í flokk af „vinnandi” körlum. Þeir vildu ekki borða grænmeti, kölluðu það gras og litu ekki við því. Borðuðu aðeins kjöt og vel af því. Þá datt henni það ráð í hug að nota grænmetið í brúna sósu með kjötinu. Hún steikti lauk og setti saman við allskonar grænmeti og mauksauð. Að því búnu maukaði hún með töfrasprota, bragðbætti með kjötkrafti og öðru, sigtaði og bætti við sósulit. Kallarnir hennar borðuðu brúnu sósuna með bestu lyst – og vel af henni

Þessi aðferð hentar vel ef fólk vill sleppa hveiti í sósuna.

GRÆNMETIVEGANSÓSUR

— BESTA RÁÐIÐ TIL AÐ FÁ KARLMENN TIL AÐ BORÐA GRÆNMETI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostalausa vikan – Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs

https://www.youtube.com/watch?v=cq4rX7J_r5YOstalausa vikan - Beta Reynis næringarfræðingur og Albert snúa bökum saman til betra lífs. Verkefni vikunnar, fyrir utan að halda áfram með matardagbókina, var að taka út allan ost í heila viku. Í fyrsta viðtalinu okkar fattaði Beta mjög fljótt að ég er sjúklega mikill ostakarl.

Smellið á: LESA MEIRA til að sjá myndbandið

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.