Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti hvernig er hægt að menn karlar börn krakkar
Steikt grænmeti á pönnu

Besta ráðið til að fá karlmenn til að borða grænmeti

Ágæt kona sagði mér af því þegar hún var að elda mat ofan í flokk af „vinnandi” körlum. Þeir vildu ekki borða grænmeti, kölluðu það gras og litu ekki við því. Borðuðu aðeins kjöt og vel af því. Þá datt henni það ráð í hug að nota grænmetið í brúna sósu með kjötinu. Hún steikti lauk og setti saman við allskonar grænmeti og mauksauð. Að því búnu maukaði hún með töfrasprota, bragðbætti með kjötkrafti og öðru, sigtaði og bætti við sósulit. Kallarnir hennar borðuðu brúnu sósuna með bestu lyst – og vel af henni

Þessi aðferð hentar vel ef fólk vill sleppa hveiti í sósuna.

GRÆNMETIVEGANSÓSUR

— BESTA RÁÐIÐ TIL AÐ FÁ KARLMENN TIL AÐ BORÐA GRÆNMETI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.