
Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu
Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn – hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.
— FERÐAST UM ÍSLAND— NESKAUPSTAÐUR — BEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND —
.

Plokkfiskur Beituskúrsins. Við byrjuðum á að fá bragðgóða vel útilátinn plokkfisk með extra góðu rúgbrauði
Fiskipanna Beituskúrsins er einhver besti fiskréttur sem ég hef smakkað lengi. Ég bað Hákon um nánari lýsingu: „Þær byrja allar eins, með góðu lauksmjöri kapers.
Svo er fiskurinn, hann er breytilegur eftir hver afli dagsins er. Þrenna af fiski. Algengast er þorskur, hlýri , keila , langa og lúða. Fiskin marinerum við í léttum dressingum, vinsælust er truffluolíu og svo Lime og basilíku.
Með þessu fara konfekt tómatar og litlar kartöflur, smælki úr eigin garði verður það eftir svona 2 vikur.
Ofan á að sjálfsögðu úrval af ferskum kryddjurtum úr eigin garði sem og salatblanda úr garðinum. Ristuð fræ og svo heimagert léttsýrt rauðkál”



— FERÐAST UM ÍSLAND— NESKAUPSTAÐUR — BEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND —
.