Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - Hákon Hildibrand í Plokkfiskur Beituskúrsins Neskaupstað besta fiskipanna á landinu neskaupstaður norðfjörður veitingahús fiskur
Beituskúrinn í Neskaupstað

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn – hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Plokkfiskur Beituskúrsins
Plokkfiskur Beituskúrsins

Plokkfiskur Beituskúrsins. Við byrjuðum á að fá bragðgóða vel útilátinn plokkfisk með extra góðu rúgbrauði

Fiskipanna Beituskúrsins 

Fiskipanna Beituskúrsins er einhver besti fiskréttur sem ég hef smakkað lengi. Ég bað Hákon um nánari lýsingu: „Þær byrja allar eins, með góðu lauksmjöri kapers.
Svo er fiskurinn, hann er breytilegur eftir hver afli dagsins er. Þrenna af fiski. Algengast er þorskur, hlýri , keila , langa og lúða. Fiskin marinerum við í léttum dressingum, vinsælust er truffluolíu og svo Lime og basilíku.
Með þessu fara konfekt tómatar og litlar kartöflur, smælki úr eigin garði verður það eftir svona 2 vikur.
Ofan á að sjálfsögðu úrval af ferskum kryddjurtum úr eigin garði sem og salatblanda úr garðinum. Ristuð fræ og svo heimagert léttsýrt rauðkál”

Albert Hákon Guðröðarson norðfjörður neskaupstaður Miðbær nobbari
Hákon og Albert í Beituskúrnum
Beituskúrinn
Fiskipanna Beituskúrsins

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.