Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - Hákon Hildibrand í Plokkfiskur Beituskúrsins Neskaupstað besta fiskipanna á landinu neskaupstaður norðfjörður veitingahús fiskur
Beituskúrinn í Neskaupstað

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn – hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Plokkfiskur Beituskúrsins
Plokkfiskur Beituskúrsins

Plokkfiskur Beituskúrsins. Við byrjuðum á að fá bragðgóða vel útilátinn plokkfisk með extra góðu rúgbrauði

Fiskipanna Beituskúrsins 

Fiskipanna Beituskúrsins er einhver besti fiskréttur sem ég hef smakkað lengi. Ég bað Hákon um nánari lýsingu: „Þær byrja allar eins, með góðu lauksmjöri kapers.
Svo er fiskurinn, hann er breytilegur eftir hver afli dagsins er. Þrenna af fiski. Algengast er þorskur, hlýri , keila , langa og lúða. Fiskin marinerum við í léttum dressingum, vinsælust er truffluolíu og svo Lime og basilíku.
Með þessu fara konfekt tómatar og litlar kartöflur, smælki úr eigin garði verður það eftir svona 2 vikur.
Ofan á að sjálfsögðu úrval af ferskum kryddjurtum úr eigin garði sem og salatblanda úr garðinum. Ristuð fræ og svo heimagert léttsýrt rauðkál”

Albert Hákon Guðröðarson norðfjörður neskaupstaður Miðbær nobbari
Hákon og Albert í Beituskúrnum
Beituskúrinn
Fiskipanna Beituskúrsins

— FERÐAST UM ÍSLANDNESKAUPSTAÐURBEITUSKÚRINN — — HÁKON HILDIBRAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.