Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Vallanes móðir jörð EGILSSTAÐIR HÉRAÐIÐ FLÓTSDALSHÉRAÐ Eymundur Magnússon Eygló
Albert með Vallaneshjónunum Eygló og Eymundi

Móðir jörð – Vallanes á Héraði

Miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar er Vallanes. Hjónin Eymundur og Eygló stunda þar lífræna framleiðslu undir vörumerkinu Móðir Jörð. Þau leggja stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur.

MÓÐIR JÖRÐGRÆNMETIÍSLENSKTEGILSSTAÐIR

.

Vallanes Móðir jörð
Hreinleiki er lykilatriði í ræktun hjá Vallaneshjónunum, hvorki er notast við tilbúinn áburð eða eiturefni og matvörurnar eru lausar við tilbúin hjálparefni, gervi- og litarefni.

 

Vallanes Móðir jörð
Asparhúsið á Vallanesi

Það er vel þess virði að koma við á Vallanesi, nýjasta húsið þar, Asparhúsið, í er byggt úr viði úr skógrækt staðarins. Í húsinu er verslun Móður Jarðar þar sem í boði eru ýmsar lífrænar mat- og heilsuvörur sem framleiddar eru á staðnum úr íslensku hráefni, sem og ferskt grænmeti. Þar er boðið uppá staðbundinn morgunverð úr íslensku byggi og létta grænmetisrétti í hádeginu úr fersku, íslensku og útiræktuðu grænmeti. Opið er mánudaga – föstudaga frá kl 9-18.00 frá apríl til október. Opið alla daga júní – ágúst.

Til að gefa örlitla mynd af úrvalinu eru helstu vöruflokkar þessir: Bygg og heilhveiti, hrökkbrauð, þurrefnablöndur (grunnur að uppskriftum til baksturs og morgunverðar), sultað grænmeti (chutney), sultur og ber, sýrt grænmeti (þ.m.t. súrkál), grænmetisréttir (frosin grænmetisbuff) og síðast en ekki síst ferskt grænmeti

Vallanes Móðir jörð
Hluti af hádegishlaðborðinu á Vallanesi

Úrvalið á hádegishlaðborðinu er mikið og hver rétturinn öðrum betri. Það er vel þess virði að renna við í Vallanesi og fá sér að borða.

Vallanesshjónabandssæla Vallanes Eymundur Hjónabandssæla
Vallanesshjónabandssæla

Hjónabandssæla með byggmjöli og súkkulaðiterta úr rauðrófum. Hvort tveggja hreinasta fyrirtak.

Vallanesshjónabandssæla

Byggflögur eru skemmtilegt hráefni í bakstur en þær má nota með sama hætti og hafra í nær alla matseld. Bygg hefur ákveðna bragðeiginleika og gefur hjónabandssælunni skemmtilega stökka áferð.

1 bolli byggflögur

1/2 bolli hveiti

1/2 bolli hrásykur (má líka nota púðursykur)

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

100g smjör

1 lítið egg

Rabarbara og/eða bláberjasulta (eða önnur eða blanda af sultum eftir smekk)

Blandið öllu saman og þjappið ca 80% af deiginu vel í botn á nettu hringlaga formi. Smyrjið góðu lagi af sultu ofan á og myljið restina af deiginu yfir. Bakið við 180 g í 20-25 mínútur. Verði ykkur að góðu !

Vallanes Móðir jörð
Vallanes

Líklega er Vallanes fyrsti staður á Austurlandi hvar garðyrkja hófst en seint á 18. öld eru 20 matjurtagarðar á Íslandi og einn þeirra sagður í Vallanesi. Talið er að kartöflurækt á Austurlandi hafi auk þess hafist einmitt í Vallanesi.

Vallanes – Móðir jörð

Í Vallanesi er boðið uppá ýmsa matarupplifun og þjónustu við ferðamenn yfir sumarmánuðina. Boðið er uppá fjölbreytt form heimsókna fyrir hópa og hægt að sníða heimsóknir eftir þörfum og stærð hópsins. Í Vallanesi er opið svæði með aðstöðu til að njóta skógarins á göngustígnum Ormurinn og er svæðið opið almenningi.

Vallanes Móðir jörð aspahúsið Vallanes Móðir jörð

Vallanes Móðir jörð grænt te Vallanes Móðir jörð Vallanes Móðir jörð

Eymundi veitt viðurkenning við Matarvísindaháskólann í Pollenzo á Ítalíu (University of Gastronomic Sciences – UNIGS).

Nýverið var Eymundi veitt viðurkenning við Matarvísindaháskólann í Pollenzo á Ítalíu (University of Gastronomic Sciences – UNIGS). Viðurkenninguna hlýtur hann fyrir það framtak að hafa plantað skógi og skjólbeltum og þannig skapað skilyrði til lífrænnar ræktunar í sínu heimalandi. Eymundur er einn af þremur einstaklingum sem fær þessa viðurkenningu í ár fyrir að hafa með vinnu sinni stuðlað að aukinni sjálfbærni í landbúnaði, verndun umhverfis og líffræðilegri fjölbreytni.

MÓÐIR JÖRÐGRÆNMETIÍSLENSKTEGILSSTAÐIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.