Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum
Við vorum í matarboði hjá Þóru Fríðu og Baldri. Með hægeldaða lambalærinu var þetta mexíkóska meðlæti. Mjög gott og hentar bæði sem meðlæti og sem sér réttur.
— MEXÍKÓ — POTTRÉTTIR — ÞÓRA FRÍÐA — LAMBALÆRI —
.
Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum
2 sætar kartöflur
3 dl. svartar baurnir
1 msk olía
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
1 rauð paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 dl. vatn
1 msk cumin
1 msk oreganó
1/2 msk paprika
1/2 msk reykt paprika
2 msk grænmetiskraftur
1 tsk hreint kakó
——————
Lime safinn kreistur yfir í lokin
Kóríander sett yfir í lokin
Svartar baunir lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar í vatni í ca 2 tíma saltað á eftir
1.Skera kartöflur í litla bita og inn í ofn í ca 25 mín við 200 °
2.Steikja lauk á pönnu í olíu og bæta svo papriku og hvítlauk út í
3.Bætið vatni út í ,tómötum og kryddi ca 10 mín.
4 Baunir go kartöflur út í og krydda ef þarf
5.Kreista lime yfir og kóríander eða steinselju
Sumir bera fram hýðishrísgrjón og salat með!!
.
— MEXÍKÓ — POTTRÉTTIR — ÞÓRA FRÍÐA — LAMBALÆRI —
.