Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum mexíkó Þóra Fríða baldur svartar baunir sætar kartöflur mexíkó matur
Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Við vorum í matarboði hjá Þóru Fríðu og Baldri. Með hægeldaða lambalærinu var þetta mexíkóska meðlæti. Mjög gott og hentar bæði sem meðlæti og sem sér réttur.

MEXÍKÓPOTTRÉTTIRÞÓRA FRÍÐALAMBALÆRI

.

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum ásamt lambalæri og fleira góðgæti

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

2 sætar kartöflur
3 dl. svartar baurnir
1 msk olía
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
1 rauð paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 dl. vatn
1 msk cumin
1 msk oreganó
1/2 msk paprika
1/2 msk reykt paprika
2 msk grænmetiskraftur
1 tsk hreint kakó

——————

Lime safinn kreistur yfir í lokin
Kóríander sett yfir í lokin

Svartar baunir lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar í vatni í ca 2 tíma saltað á eftir

1.Skera kartöflur í litla bita og inn í ofn í ca 25 mín við 200 °
2.Steikja lauk á pönnu í olíu og bæta svo papriku og hvítlauk út í
3.Bætið vatni út í ,tómötum og kryddi ca 10 mín.
4 Baunir go kartöflur út í og krydda ef þarf
5.Kreista lime yfir og kóríander eða steinselju

Sumir bera fram hýðishrísgrjón og salat með!!

.

MEXÍKÓPOTTRÉTTIRÞÓRA FRÍÐALAMBALÆRI

— MEXÍKÓSKUR POTTRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.