Auglýsing
Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum mexíkó Þóra Fríða baldur svartar baunir sætar kartöflur mexíkó matur
Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Við vorum í matarboði hjá Þóru Fríðu og Baldri. Með hægeldaða lambalærinu var þetta mexíkóska meðlæti. Mjög gott og hentar bæði sem meðlæti og sem sér réttur.

MEXÍKÓPOTTRÉTTIRÞÓRA FRÍÐALAMBALÆRI

.

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum ásamt lambalæri og fleira góðgæti

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

2 sætar kartöflur
3 dl. svartar baurnir
1 msk olía
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
1 rauð paprika
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 dl. vatn
1 msk cumin
1 msk oreganó
1/2 msk paprika
1/2 msk reykt paprika
2 msk grænmetiskraftur
1 tsk hreint kakó

——————

Lime safinn kreistur yfir í lokin
Kóríander sett yfir í lokin

Svartar baunir lagðar í bleyti yfir nótt og soðnar í vatni í ca 2 tíma saltað á eftir

1.Skera kartöflur í litla bita og inn í ofn í ca 25 mín við 200 °
2.Steikja lauk á pönnu í olíu og bæta svo papriku og hvítlauk út í
3.Bætið vatni út í ,tómötum og kryddi ca 10 mín.
4 Baunir go kartöflur út í og krydda ef þarf
5.Kreista lime yfir og kóríander eða steinselju

Sumir bera fram hýðishrísgrjón og salat með!!

.

MEXÍKÓPOTTRÉTTIRÞÓRA FRÍÐALAMBALÆRI

— MEXÍKÓSKUR POTTRÉTTUR —

.

Auglýsing