Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur Kjartan Smári Hildigunnur flissabon kjúlli LISSABON portúgal portúgalskur matur kjúklingur í ofni kjúklingaréttur
Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Kjartan Smári og Hildigunnur buðu upp á afar hressandi kjúklingarétt í portúgölsku  Pálínu-matarboði. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra kjúklingabita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.

KJÚKLINGURLISSABONPÁLÍNUBOÐ

.

Portúgalskur piri piri kjúklingur

1 kg. kjúklingavængir

Marinering:

4 msk sítrónusafi

5 msk ólífuolía

1/4 b edik eða balsamikedik (sem gerir réttinn mun betri)

1 msk cayenne pipar

1 msk smátt saxaður hvítlaukur

1 msk paprika

1 tsk salt

1 chili

smá tabasco sósa

Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman. Setjið kjúklingavængina saman við og blandið vel. Geymið í ísskáp yfir nótt. Setjið í ofnskúffu og eldið á blæstri við 200°C í um 30-40 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta með miklu súkkulaði

Döðluterta með miklu súkkulaði. Þessa dagana er ég svagur fyrir rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Í kornflexkökurnar um daginn notaði ég það til helminga og kom mjög vel út. Bakaði döðlutertu og ákvað að setja extra mikið af súkkulaði og brytja það gróft.

Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð. Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim...  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna...