Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla, beikon, hnetur, döðlur Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum
Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.

OSTAKÚLUR

.

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

1 ds rjómaostur (400 g) við stofuhita
½ b rifinn bragðmikill ostur, t.d. Tindur
1 gráðaostur
4-5 beikonsneiðar
1 dl saxaður blaðlaukur, graslaukur eða vorlaukur
1 dl saxaðar pekanhnetur
½ dl gojiber
5 döðlur, saxaðar smátt
Steikið beikonið á pönnu, kælið og saxið niður, frekar gróft. Geymið 2 msk til að nota utan á kúluna.
Setjið rjómaost í skál, bætið við rifnum osti og myljið gráðaostinn milli fingranna saman við. Bætið við beikoni, lauk, hnetum, goji og döðlum. Blandið vel saman. Mótið kúlu, setjið plastfilmu utan um hana og kælið meðan næsta skref er tekið.

Utan á kúluna
1 msk saxaður blað-, gras- eða vorlaukur
2 msk saxaðar pekanhnetur
2 msk gojiber
2 msk saxað steikt beikon
Blandið öllu saman í skál. Rúllið ostakúlunni upp úr þessu, setjið hana á disk, filmu yfir og geymið í nokkra klukkutíma í ísskáp eða yfir nótt. Berið fram með snittubrauði eða kexi.

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum
OSTAKÚLA

 

— OSTAKÚLAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marshall restaurant á ferskum Grandagarði

Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.

Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.

Marengsskál með karamellusósu

Marengsskál

Marengsskál með karamellusósu. Þegar Gúddý býður í kaffi þá fæ ég mér oft á diskinn og veltist svo út... Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er.... ja... gaman að vera til :)

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.