Biðraðir í búðum – hver fer fyrstur í nýju röðina?
Við Bergþór vorum beðnir að koma í þættina Með okkar augum í Sjónvarpinu og tala um góða siði við Steinunni Ásu. Í fyrsta þættinum var meðal annars rætt um biðraðir við búðakassa og hver fer fyrstur þegar starfsmaður kemur hlaupandi og opnar nýjan afgreiðslukassa: Sá sem er fremstur, eða næstfremstur í röðinni fer fyrstur að nýopnuðum kassa enda er sá viðskiptavinur búinn að bíða lengst. Frekar einfalt.
— KURTEISI/BORÐSIÐIR — MEÐ OKKAR AUGUM — STEINUNN ÁSA —
–