Dýrindis döðluterta

Döðluterta Döðlukaka döðlur súkkulaði Valhnetur spelt Dýrindis döðluterta
Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta

Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

DÖÐLUTERTUR

.

Dýrindis döðluterta

1 bolli döðlur, skornar í bita

1 bolli valhnetur, skornar í bita

100 g dökkt súkkulaði 70%, smátt skorið

1/2 bolli hrásykur

3 msk spelthveiti

1 msk vanilludropar

3 msk vatn

2 stk egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

Öllu hráefninu er blandað vandlega saman og látið standa við stofuhita í ca. 15 mín til að láta það brjóta sig. Síðan bakað í lausbotna tertuformi með smjörpappír undir í 40 mín við 150°C.

Krem:
200 g súðusúkkulaði brætt og sett yfir kökuna.

DÖÐLUTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grískur kjúklingaréttur

Grikkland

Grískur kjúklingur. Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að í þennan rétt eigi að nota 12 ólífur....

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi

Kaffiboð hjá Boggu á Núpi. Á Núpi í Berufirði búa rausnarbúi Vilborg frænka mín Friðriksdóttir og Björgvin Gunnarsson, betur þekkt sem Bogga og Bói á Núpi. Á leið minni austur á dögunum hringdi ég í Boggu og spurði hvort hún ætti kaffi á könnunni. Já já, hún hélt það nú. Þegar þangað kom beið uppdúkað borð með heimabökuðu góðgæti eins og best gerist á íslenskum sveitaheimilum. Ó hvað er gaman að vera til #ogbjóðaséríkaffi