Auglýsing
Döðluterta Döðlukaka döðlur súkkulaði Valhnetur spelt Dýrindis döðluterta
Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta

Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

DÖÐLUTERTUR

.

Dýrindis döðluterta

1 bolli döðlur, skornar í bita

1 bolli valhnetur, skornar í bita

100 g dökkt súkkulaði 70%, smátt skorið

1/2 bolli hrásykur

3 msk spelthveiti

1 msk vanilludropar

3 msk vatn

2 stk egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

Öllu hráefninu er blandað vandlega saman og látið standa við stofuhita í ca. 15 mín til að láta það brjóta sig. Síðan bakað í lausbotna tertuformi með smjörpappír undir í 40 mín við 150°C.

Krem:
200 g súðusúkkulaði brætt og sett yfir kökuna.

DÖÐLUTERTUR

.

Auglýsing