Tíramisú trufflur
Jæja gott fólk, haldið ykkur nú fast, þessar trufflur ertu gjörsamlega óborganlega góðar. Sleppið megruninni og drífið í að útbúa Tiramisútrufflur.
🇮🇹
— TRUFFLUR — ÍTALÍA — TIRAMISÚ — MASCARPONE —
🇮🇹
Tíramisú trufflur
24 Lady fingers
2 msk sykur
½ tsk salt
1 ds Mascarpone, við stofuhita
2 msk espressó kaffi
200 g dökkt gott súkkulaði
1 msk olía
1 msk neskaffiduft
Setjið Lady fingers, sykur og salt í matvinnsluvél og myljið fínt. Takið frá ca 2 msk til að dreifa ofan á trufflurnar í lokin.
Setjið Mascarpone í skál og þeytið með píski. Bætið kaffinu við smátt og smátt. Látið loks Ladyfingers mulninginn saman við og hrærið saman með sleif. Mótið litlar kúlur, setjið á disk og kælið vel í ísskáp eða í frysti.
Bræðið súkkulaði ásamt olíu í vatnsbaði. Veltið kúlunum upp úr súkkulaðinu og setjið á bökunarpappír. Stráið neskaffidufti og Ladyfingers mulningnum yfir áður en súkkulaðið verður hart. Geymið í ísskáp eða í frysti.
🇮🇹
— ÍTALÍA — TIRAMISÚ — MASCARPONE —
🇮🇹