Súkkulaðihrákaka
Þessi silkimjúka terta bráðnar í munni – ég get lofað ykkur því. Það er eins með þessa köku og svo margar aðrar hrátertur, ef ekki allar, hún verður betri daginn eftir.
.
— HRÁTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR — HRÁFÆÐI —
.
.
Súkkulaðihrákaka
Botn:
100 g möndlur (rúmlega dl). lagðar í bleyti í um klst.
100 g kókosflögur(um 1 1/2 b)
200 g döðlur
3 msk kakóduft
½ tsk vanillusykur eða vanilluextrakt
1/3 tsk salt
Fylling:
3 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst.
1 dl agave síróp
½ dl ólífuolía
1 þroskaður banani
3-4 msk kakóduft
1 tsk vanilluextrakt
smá salt
cayenne á hnífsoddi
Botn: Hellið vatninu af möndlunum, setjið allt í matvinnsluvél. Bætið við vatni ef deigið verður of þurrt. Þrýstið í form og kælið.
Fylling: Blandið í matvinnsluvél (þarf ekki að þvo á milli). Hellið yfir botninn og kælið í a.m.k. 3 klst. Takið úr ísskáp nokkru áður en kakan er borin fram og skreytið með ferskum ávöxtum, kókosflögum, eða bara því sem ykkur dettur í hug
.
— HRÁTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR — HRÁFÆÐI —
— SILKIMJÚK SÚKKULAÐIHRÁTERTA —
.