
Frískandi kínóasalat með myntu og avókadó
Kínóa er ekki bara hollt það fer líka vel í maga. Salatið getur vel staðið eitt og sér.
.
— KÍNÓA — AVÓKADÓ — SALÖT — MYNTA —
.
Frískandi kínóasalat með myntu og avókadó
2 bollar kínóa
1 tsk grænmetiskraftur
3 góð handfylli grænt salat (spínat eða grænkál)
4 gulrætur skrældar
1 epli
1 hvítlauksrif
2 handfylli mynta skorin
safi af 1 sítrónu
salt & pipar
1 stórt avókadó
Sjóðið kínóa með því að setja 1 bolla af kínóa í pott ásamt 2 bollum af vatni og 1 tsk grænmetiskrafti, leyfið suðu að koma upp og lækkið undir. Sjóðið í 15 mín eða þar til kínóa er tilbúið. Látið kólna örlítið.
Skerið grænmeti á meðan og sameinið í stórra skál fyrir utan hvítlauk.
Setjið hvítlauk pressaðan útí kínóa pottinn og hrærið. Hrærið kínóa saman við salatið og berið fram með avókadó ofaná. Einnig má taka í nesti, þá er gott að taka avókadóið með og opna áður en þess er neytt.

🥑
— KÍNÓA — AVÓKADÓ — SALÖT — MYNTA —
— KÍNÓASALAT MEÐ MYNTU OG AVÓKADÓ —
🥑