Auglýsing
Punjab karrí lamb engifer kúmínfræ kóríander þorgrímsstaðir lambakjöt indverskt indland
Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb

Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í.”

INDLANDLAMB

.

Punjab karrí lamb lambabógur
Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb

4 msk olía

1 msk kúmenfræ

5 rauðlaukar

2 tsk salt

3-5 cm engifer, smátt skorinn

Rif af einum hvítlauk, smátt skorin

2 tsk kúmmín

2 tsk kóríander

2 tsk túrmerik

2 msk indverskt karrý

1 ½ tsk chiliduft

4 msk tómatmauk

1 lambabógur, u.þ.b. 1,5 kg

1 l sjóðandi vatn

5 msk saxað kóríander

2 tsk garam masala

Steikið kúmen í olíu, þá rauðlauk í 8-10 mín. og saltið. Bætið engifer og hvítlauk fljótlega við og hrærið í. Kryddið með kúmmíni, kóríander, túrmerik, karrý og chili, og látið malla í eina mínútu, hrærið áfram. Bætið við tómatmauki. Hellið 1 l af sjóðandi vatni yfir og hrærið saman við.

Leggið lambabóginn í ofnpott og hellið sósunni yfir. Bakið í ofni í 3 klst., – fyrst í 45 mín á 220°C, en síðan á 160-175°C.

Snúið kjötinu á hálftíma fresti. Í lokin er kjötið skorið/rifið af í litla bita og blandað vel við sósuna., Hrærið fersku kóríander í ásamt garam masala.

Berið fram með hrísgrjónum, naan og Raita (jógúrt sem hefur verið kryddað með mintulaufum, pressuðum hvítlauk, kúmmíni og salti og fullt af gúrku út í)

Punjab karrí lamb Bergþór pálsson
Bergþór með Punjab karrí lamb
Raita jógúrt kryddað með mintulauf, pressaður hvítlaukur, kúmmín salt gúrka
Raita (jógúrt sem hefur verið kryddað með mintulaufum, pressuðum hvítlauk, kúmmíni og salti og fullt af gúrku út í)

 

Salat

INDLANDLAMB

.

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.