Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur, gnúpverjahreppur, kvenfélag, kaffiboð einfalt fljótlegt Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi brauðréttur
Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem Þuríður Jónsdóttir kom með og bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

.

Kaldur brauðréttur

1 brauð

2 ds sýrður rjómi

1 lítil dós mæjónes

ananassafi

1/2 kg rækjur eða skinka

1/2 ds ananas

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 agúrka

1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi gnúpverjahreppur kvenfélagskonur kvenfélagið

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

.

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

— KALDUR BRAUÐRÉTTUR ÚR GNÚPVERJAHREPPI —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.