Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur, gnúpverjahreppur, kvenfélag, kaffiboð einfalt fljótlegt Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi brauðréttur
Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem Þuríður Jónsdóttir kom með og bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

.

Kaldur brauðréttur

1 brauð

2 ds sýrður rjómi

1 lítil dós mæjónes

ananassafi

1/2 kg rækjur eða skinka

1/2 ds ananas

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 agúrka

1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi gnúpverjahreppur kvenfélagskonur kvenfélagið

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

.

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

— KALDUR BRAUÐRÉTTUR ÚR GNÚPVERJAHREPPI —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.