Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur, gnúpverjahreppur, kvenfélag, kaffiboð einfalt fljótlegt Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi brauðréttur
Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem Þuríður Jónsdóttir kom með og bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

.

Kaldur brauðréttur

1 brauð

2 ds sýrður rjómi

1 lítil dós mæjónes

ananassafi

1/2 kg rækjur eða skinka

1/2 ds ananas

1 rauð paprika

1 gul paprika

1 agúrka

1 blaðlaukur

Rífið brauðið smátt og setjið í form. blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, ananas og helmingi af ananassafa saman við. Stráið rækjum eða skinku yfir. Hellið restinni af ananassafanum yfir. Saxið paprikur, agúrku og blaðlauk og stráið yfir.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi gnúpverjahreppur kvenfélagskonur kvenfélagið

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

.

KALDIR RÉTTIR — KVENFÉLÖGBRAUÐ

— KALDUR BRAUÐRÉTTUR ÚR GNÚPVERJAHREPPI —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum - held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.