Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur
Fátt er betra sem lítill munnbiti með góðum kaffisopa en góðar alvöru trufflur. Vandamálið er kannski það að góðar trufflur eru svo góðar að ein truffla endar oftast í fimm, tíu eða fimmtán….
— TRUFFLUR — SÚKKULAÐI — KAFFI —
.
Truflaðar súkkulaði- og kaffitfruflur
3/4 b rjómi
2 msk smjör
2 msk neskaffiduft
300 g dökkt gott súkkulaði
smá salt
smá chili
(ljóst) kakó
Setjið rjóma, smjör, kaffiduft, súkkulaði, salt og chili í skál og bræðið í vatnsbaði. Látið kólna, þó ekki svo mikið að harni alveg. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr ljósu kakói, sigtið flórsykur yfir. Kælið.
— TRUFFLUR — SÚKKULAÐI — KAFFI —
.