Gerlaust brauð með fjallagrösum

Gerlaust brauð með fjallagrösum Gerlaust brauð fjallagrös matheill fjallagrasamjólk Fjallagrasabrauð
Gerlaust brauð með fjallagrösum. Í æsku minni var stundum fjallagrasasúpa á borðum, þó ég hafi talist mjög matheill heillaði ramma bragðið sem kom af fjallagrösunum við suðu mig ekkert sérstklega – en auðvitað borðaði ég súpuna, annað var ekki í boði. Núna myl ég fjallagrös og nota bæði í múslí og í brauðbakstur. Fjallagrösin verða ekki römm við bakstur. Fjallagrös hafa lengi þótt hin besta næring enda auðug af steinefnum og trefjum. Þetta brauð er bæði mjólkur- og sykurlaust.

Gerlaust brauð með fjallagrösum

Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.

 BRAUÐUPPSKRIFTIR — FJALLAGRÖS

.

Gerlaust brauð með fjallagrösum

300 g hveiti
200 g heilhveiti
1 dl sesamfræ
½ dl hörfræ
1 msk mulin fjallagrös
4 tsk lyftiduft
2 tsk salt
2 bollar sojamjólk
1 msk olía
2 msk kaffi

Hrærið öllu saman í skál og setjið í jólakökuform sem klætt hefur verið að innan með bökunarpappír og bakið við 160°C í um eina klukkustund.

.

 BRAUÐUPPSKRIFTIR — FJALLAGRÖS

— GERLAUST BRAUÐ MEÐ FJALLAGRÖSUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Matwerk á Laugavegi – nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi

Matwerk á Laugavegi - nýíslensk matreiðsla með léttum fusion snúningi. Veitingastaðurinn Matwerk er á Laugavegi 96, rétt fyrir neðan gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar. Þar er ný-íslensk matreiðsla með laufléttum fusion snúningi í smáréttastíl. Á staðnum er gott úrval af kokteilum, léttvínum og bjór. Þarna er notaleg stemming og falleg list á veggjum, hlýir jarðlitir og viður. Á Matwerki er íslenskt hráefni og þar er unnið með íslenskar hugmyndir og hráefni, eins og steiktur fiskur dagsins (spari,spariútgáfa af heimilisfiski) og skyr með brulée. Yfirmatreiðslumaður á Matwerki er Stefán Hlynur Karlsson og hjá þeim er látlaus og þægileg þjónusta.