Gerlaust brauð með fjallagrösum
Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — FJALLAGRÖS —
.
Gerlaust brauð með fjallagrösum
300 g hveiti
200 g heilhveiti
1 dl sesamfræ
½ dl hörfræ
1 msk mulin fjallagrös
4 tsk lyftiduft
2 tsk salt
2 bollar sojamjólk
1 msk olía
2 msk kaffi
Hrærið öllu saman í skál og setjið í jólakökuform sem klætt hefur verið að innan með bökunarpappír og bakið við 160°C í um eina klukkustund.
.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — FJALLAGRÖS —
— GERLAUST BRAUÐ MEÐ FJALLAGRÖSUM —
.