Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum borðsiðir kurteisi mannasiðir etiquette léttvín borðvín hvernig á að halda upp á vínglas rauðvínsglas hvítvínsglas
Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR.

Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni – hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

BORÐSIÐIRLÉTTVÍNSKÁLAÐMATARBOÐ

— VIÐ HÖLDUM UM STILKINN Á LÉTTVÍNSGLÖSUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín. Hægeldun hentar lambakjöti alveg einstaklega vel. Ef þið hafið ekki nú þegar prófað slíka aðferð er tækifærið núna. Jólasteikin á okkar bæ er stundum hægeldaður lambahryggur. Ef ykkur blöskrar alveg magnið af sítrónu og lime í uppskriftinni má alveg minnka það. Þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Með er fínt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.

Appelsínunipplur – verðlaunakökur

 

Appelsínunipplur. Íslenska lögfræðistofan hélt sína árlegu jólasmákökusamkeppni í gær. Eins og áður var metnaðurinn allsráðandi og fagmennska í öllu - já og keppnisandinn barst um allt hverfið. Og eins og áður vorum við Bergþór dómarar og fengum með okkur gestadómara sem að þessu sinni var Ragnhildur Gísladóttir söngkonan góða en hún á það til að missa sig í bakstri fyrir jólin. Eggert stóð uppi sem sigurvegari. Mandarínubörkurinn og hárrétt bakað marsipanið gladdi bragðlauka dómnefndarinnar.