Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur Fyrirlestur, borðsiðir, kurteisi, herramenn, Albert, Snyrtimennskufyrirlestur
Snyrtimennskufyrirlestur fyrir hressa pilta

Snyrtimennskufyrirlestur

Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum.

Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi:
Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið?
Hversu lengi á handaband að standa?
Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu?
Er í lagi að bora í nefið í bílnum?
Kyssum við á kinnina við fyrstu kynni?
Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt.
Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Nánari upplýsingar: s. 864 2728 og albert.eiriksson@gmail.com 

KURTEISI/BORÐSIÐIRFYRIRLESTRAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vinsælustu borðsiðafærslurnar

Mest skoðað

Vinsælustu borðsiðafærslurnar janúar - júlí. Á hverjum föstudegi allt þetta ár birtast hér færslur um borðsiði og annað sem tengist borðhaldi, veislum og þess háttar. Það kom ánægjulega á óvart hversu vel fólk er þakklátt fyrir færslurnar og er duglegt að deila þeim. Í öllum bænum ekki halda að ég sé fullkominn í þessum málum, en mér hefur farið fram :)  Hér er listi yfir átta mest skoðuðu borðsiðafærslurnar frá áramótum til loka júní.

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...

Tómatasalat

Tómatsalat

Tómatsalat. Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.