Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði
Formaður kvenfélagsins, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, bauð okkur Betu heim til sín í mat áður en fyrirlesturinn hófst. Þar voru ýmsir smáréttir sem helst má tengja við Miðjarðarhafið. Allt hvert öðru betra og svo heimagerður ís á eftir.
Döðlu & ólífupestó
Ein krukka rautt pestó
Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka
2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
3 dl döður, smátt saxaðar
Búnt af steinselju, smátt söxuð
70-80 g af brotnum kasjúhnetum
Tvö pressuð hvítlauksrif eða 1/2 japanskur hvítlaukur
Ólífuolía eftir smekk
Rúgbrauð
4 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
2,1 ltr. súrmjólk
500 g síróp
3 tsk salt
3 tsk matarsódi
Allt hrært saman og deigið passar í minni gerð af emeleruðu svörtu steikarpottunum.
Bakað í 9 klst. við 100 gráður.
Risotto blanco (undirstaða)
3 vænir bananaskallott laukar, smátt saxaðir
1 japanskur hvítlaukur
Góð olífuolía
Arborio hrísgrjón, ein góð lúka á mann
Gott hvítvín
1 1/2 ltr. Kjúklingasoð
parmesan ostur
Fyrst er að sjóða upp kjúklingasoðið. Það er svo látið standa og rétt malla í potti við hlið pönnunar á meðan grjónin eru soðin, hafið ausu tilbúna til að ausa regluelga yfir grjónin. Það tekur um 20 mín. að gera gott risotto og það þarf að hræra í allan tímann, smá vinna er alveg vel þess virði. Laukur og hvítlaukur er svissaður í olífuolíu á stórri pönnu þar til hann er glær. Hrísgrjónum er svo bætt út í og hrært vel þannig að grjónin þekist vel af olíu og lauk. Hvítvíni er hellt yfir og hér fer magnið af því eftir hve mikið af grjónum er eldað en það þarf að vera nóg til að grjónin drekki vel í sig vökvann, hrært vel í á meðan. Þegar vínið er svo til horfið í grjónin er ein ausa af soði hellt yfir og hrært í þar til soðið er nánast uppurið á pönnunni. Þetta er svo endurtekið þangað til grjónin eru orðin mjúk en þétt undir tönn. Ekki má skella öllu soðinu út í í einu til að flýta fyrir, það eyðileggur eiginleika grjónanna til að verða kremuð og góð. Að síðustu er svo vænum skammti af permesan osti rifið yfir herlegheitin og hrært saman við og loki skellt yfir. Látið standa í 3 mín og borið fram. Þetta er s.s. undirstöðuuppskrift af Risotto, kallað blanco (hvítt risotto) Við það er svo hægt að prjóna allra handa útgáfur og gera t.d. sveppa, Chorizo, aspas og bauna. Eiginlega endalaust hægt að bragðbæta þessi yndislegu grjón. Þegar ég geri það þá steiki ég alltaf fyrst á pönnunni það sem ég ætla að bragðbæta grjónin með, t.d. sveppina. Fiska það svo upp úr og set til hliðar en passa upp á að olían sem nú er komin með bragðið af sveppunum verði eftir á pönnunni og byrja svo aðferðina hér að ofan með lauknum…Þegar ég er svo alveg að verða búin að sjóða grjónin bæti ég sveppunum út í og hræri með. Þurrkaðir villisveppir eru líka mjög góðir í þetta og þá nota ég vatnið sem ég legg þá í, í fyrstu ausu.
Grillaðar og marineraðar paprikur
3 paprikur að eigin vali
Kapers ca. 1/2 krukka eða eftir smekk
1 rauðlaukur þunnt skorinn
Olífuolíasalt og pipar að smekk
Grillaður banani, appelsínu og kanilís
5 þroskaðir bananar
gott fljótandi hunang
3 tsk kanill
2 appelsínur
250 g hrein jógúrt
300 ml mjólk