Matarborgin Búdapest – framhald

Matarborgin Búdapest – framhald Guðrún birna Eiríksdóttir Bryndís Gunnlaugsdóttir

BÚDAPEST

Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.

BÚDAPESTMATARBORGIRMATARGÖNGUR

.

Gerbeaud kaffihúsið í Búdapest var stofnað árið 1858 og er með þeim frægustu í landinu. Einstaklega hlýlegt umhverfi og gott kaffimeðlæti. 
Gerbeaud kaffihúsið í Búdapest var stofnað árið 1858 og er með þeim frægustu í landinu. Einstaklega hlýlegt umhverfi og gott kaffimeðlæti.

.

Gundel Restaurant. Þegar leið á æfina fékk tónskáldið Rossini svo mikinn áhuga á mat að hann hætti að semja tónlist og fór að semja uppskriftir. Á Gundel fékk ég í fyrsta skipti Turnbauta Rossini, smjörsteikta nautasteik með andalifur ofan á.
Á Gundel Restaurant á afmælisdegi Bergþórs

Gundel Restaurant. Á afmælisdegi Bergþórs var snætt á hinum fræga Gundel veitingastað.                                                                                                                  Þegar leið á æfina fékk tónskáldið Rossini svo mikinn áhuga á mat að hann hætti að semja tónlist og fór að semja uppskriftir. Á Gundel fékk ég í fyrsta skipti Turnbauta Rossini, smjörsteikta nautasteik með andalifur ofan á.

Gundel pönnukökur. Einn af frægustu eftirréttum Ungverja eru Gundel pönnukökur. Rommflamberaðar pönnukökur með fyllingu úr valhnetum, rúsínum og fleiru góðu. Yfir þetta er hellt vel af hnausþykkri súkkulaðisósu.
Gundel pönnukökur

Gundel pönnukökur

Einn af frægustu eftirréttum Ungverja eru Gundel pönnukökur. Rommflamberaðar pönnukökur með fyllingu úr valhnetum, rúsínum og fleiru góðu. Yfir þetta er hellt vel af hnausþykkri súkkulaðisósu.

Matarganga um Búdapest. Þessi vaski hópur fór með okkur í matargöngu um miðborg Búdapest. Við stoppuðum á fjölmörgum stöðum og smökkuðum eitt og annað sem gladdi munn og maga.
Matarganga um Búdapest. Þessi vaski hópur fór með okkur í matargöngu um miðborg Búdapest. Við stoppuðum á fjölmörgum stöðum og smökkuðum eitt og annað sem gladdi munn og maga.

Matarganga um Búdapest. Þessi vaski hópur fór með okkur í matargöngu um miðborg Búdapest. Við stoppuðum á fjölmörgum stöðum og smökkuðum eitt og annað sem gladdi munn og maga.

Út að borða í Búdapest
Út að borða í Búdapest. Fátt er skemmtilegra en fara með glöðu og kátu fólki út að borða. Saman völdum við stórfínan stað þar sem áherslan var á ungverskan mat.

Út að borða í Búdapest. Fátt er skemmtilegra en fara með glöðu og kátu fólki út að borða. Saman völdum við stórfínan stað þar sem áherslan var á ungverskan mat.

Sextugar dömur á New York Café
Sextugar dömur á New York Café. Sjö kvenna hópur hefur allt þetta ár haldið upp á sextugsafmælin sín. Hluti af fjölbreyttri afmælisdagskrá þeirra var ferð til Búdapest, við fórum með þeim á hið ægifagra kaffihús New York Café og drukkum þar Afternoon tea. Kaffihúsið hefur verið valið fallegasta kaffihús í heimi.

Sextugar dömur á New York Café. Sjö kvenna hópur hefur allt þetta ár haldið upp á sextugsafmælin sín. Hluti af fjölbreyttri afmælisdagskrá þeirra var ferð til Búdapest, við fórum með þeim á hið ægifagra kaffihús New York Café og drukkum þar Afternoon tea. Kaffihúsið hefur verið valið fallegasta kaffihús í heimi.

Kurtos kolacs er eitt frægasta brauðmetið í Ungverjalandi, en er selt víða á götum úti í Búdapest.
Kurtos kolacs

Kurtos kolacs er eitt frægasta brauðmetið í Ungverjalandi, en er selt víða á götum úti í Búdapest. Deigi er snúið upp á sívalning og síðan bakað á glóðum. Að því búnu er nýbökuðum hólknum velt upp úr blöndu af sykri, hnetum og kanil. Loks er sett í fylling sem getur verið Nutella, ís, ávextir, krem eða rjómi.

FLEIRI MATARBORGIR

 

BÚDAPESTMATARBORGIRMATARGÖNGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.